Síðasti dagur sem ógift kona:)

Þá er kjóllinn kominn í hús og ég get ekki annað en dáðst af honum. Hann er svo ofboðslega flottur. Fórum á æfingu í kirkjunni í gær það var mjög gaman Bolli prestur er svo mikil snilld hann er svo hress og skemmtilegur:) Allir sem koma að athöfninni voru mættir á svæðið og skemmtu sér vel.

Nú sit ég við eldhúsborðið drekk kaffi og blogga einhverja vitleysu:) Ég er búin að vera hugsa undanfarna daga hvað ef ég dett og kjólinn verður blautur og skítugur rétt fyrir athöfn, ef ég dett og fótbrotna og í staðinn fyrir að vera í krirkjunni klukkan þrjú verð ég uppá slysó, ef ég dett nú kannski bara inn kirkjugólfið, ef ég stíg á kjólinn og ríf hann....ef ef ef ef ef ef ef ef ef ......

En alla vega í kvöld förum við og skreytum salinn og við erm svo einstaklega heppin að eiga góða að sem eru til í að hjálpa til, þannig að það verður margt um manninn í salnum:)

En allavega þá vona ég að þið hafið það sem best og haldið áfram að vera dugleg að kvitta:)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ

Jiiii hvað ég kannast við svona EF hugsanir  en ég er alveg handviss um að þetta fer sko allt vel.  Ég hlakka SVOOO til að sjá þig í kjólnum og að sjálfsögðu ykkur öll  Gangi ykkur rosavel í undirbúningnum - ég verð víst á kvöldvakt

Knús og kossar héðan í rigningunni á Akranesi. 

 Kveðja Lísa frænka

Lísa (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 14:10

2 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Gangi ykkur allt í haginn, ..... break a leg?....

Þórður Helgi Þórðarson, 31.10.2008 kl. 15:10

3 identicon

Hæ hæ

Megið þið eiga yndislegan dag á morgun og njótið hans í botn.

Kveðja Gunna Magga

Gunna Magga (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 15:20

4 identicon

Elsku Sibba og Friðgeir, innilega til hamingju með daginn og eigið frábæran dag í dag og alla aðra daga Þú ert svo frábær Sibba! Hlakka til að sjá myndir

Kærar kveðjur,

Sigurlaug og co

Sigurlaug Reynalds (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 22:11

5 Smámynd: Erla Stefanía Magnúsdóttir

Sæl og innilega til hamingju með þennan viðburð í lífi þínu.

"Held og lykke "eins og danirnir segja.

kær kveðja Erla Stefanía

Erla Stefanía Magnúsdóttir, 3.11.2008 kl. 07:13

6 identicon

Góðan dag gifta kona ;-)  Takk kærlega fyrir síðast.  Athöfnin var yndisleg, presturinn algjört gull  Þú varst svooooo glæsileg, kjóllinn alveg meiriháttar flottur.  Helga Jóna var algjör prinsessa  og Friðgeir var að sjálfsögðu líka flottur.  Maturinn var mjög góður og veislan bara æðisleg í alla staði.  Þetta er dagur sem mun án efa veita þér/ykkur ljúfar minningar í framtíðinni.  Ástarkveðja Lísa frænka

Lísa frænka (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 12:21

7 Smámynd: Helga

Frú Sigurbjörg

Innilega til hamingju með að vera orðin FRÚ.  Þetta var í alla staði frábær dagur.....allt svo flott og heppnaðist mjög vel.  En má til með að nefna það hvað þú átt frábæra og yndislega stelpu.....hún stóð sig svo vel ....svakalega flott hjá henni ræðan

Njótið hveitbrauðsdagana.....sjáumst vonandi fljótlega eftir þá :)

knús og kossar

kveðja

Helga Hrönn

p.s. ég mun hefna mín...............hehehehe.....smá grín........takk fyrir fallega orð

Helga , 3.11.2008 kl. 15:53

8 Smámynd: Landi

Hjartanlega til hamingju með giftinguna,megi Guð og gæfa fylgja ykkur.....

Kveðja

Landi, 3.11.2008 kl. 22:06

9 identicon

 En og aftur til hamingju brúðhjón.

Takk fyrir æðislegan dag og leyfa mér að vera með

Dísa og Bumbubúin (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband