Gæsunin mín:)

Á laugardaginn vakti Friðgeir mig klukkan átta með morgunkaffi, sem gerist nú alveg stundum þannig að mér fannst það ekkert óvenjulegt. En svo uppúr hálf tíu hringdi dyrabjallan og ég ennþá á náttkjólnum og ekki einusinni búin að bursta tennurnar en allavega birtist Svanberg( mágur Rósu sys). Hann sagði mér að vera fljót að klæða mig í þægileg föt. Hann afhenti mér svuntu, viskustykki, sóp, pottaleppa og geðveikt flotta kórónu:) þetta átti ég að klæða mig í og setja viskustykkið á öxlina. Hann keyrði mig í Baðhúsið og þar átti ég að kynna mig sem gæs sem var alveg óþarfi því að það var alveg greinilegt hahahhahahah. Þarna fékk ég yndislegt fóta dekur. Sunna sys sótti mig eftir dekrið og batt fyrir augun á mérUndecided og keyði af stað, ég vissi ekkert hvert ég var að fara og grunaði ekki neitt.  Útúr bílnum og jájá látin labba hellings leið með bundið fyrir augun ég var algjörlega grunlaus en guð hvað þetta var óþægilegt. Loksins komumst við á áfangastað inní stofu til Rósu sys þar sem systurnar,spesíurnar(Ebeta, Lísa, Anna Soffía, Erla Anna), Helga Hrönn og Beta tóku á móti mér með óvæntu(sörpræs) hrópum heheheheh freyðivíni og bröns, algjört æði. Ég fékk meira segja typpa köku sem bragðaðist alveg dásamlegaW00t Þar var ég förðuð og mikið hlegið og talað. Frá Rósu fórum við i keiluhöllina í diskókeilu og spil sem ég man ekki alveg hvað heitir held samt að það heiti þythokki. Settumst svo á barinn og drukkum hvítvín og þessháttar:):O) svo fyrir utan keiluhöllina kvöddu allar stelpurnar mig nema systur mínar sem skuttluðu mér heim og þökkuðu fyrir skemmtielgan dag.Frown Ég hef aldrei upplifað þessa tilfinningu áður eins og ég ætti enga vini eheheheh. Ég lagðist bara uppí rúm þegar heim var komið og hugsaði með mér að þetta væri nú ekki líkt vinkonum mínum að gera svona lagað. Eftir smá stund komu systurnar svo aftur skelli hlæjandi og sóttu mig afturBlush hehe þá var keyrt útúr bænum og aftur var bundið fyrir augun á mér rétt áður en við komum á áfangastað og svo labbaði ég inní hús og trefillinn tekin niður og mér sagt að labba inní stofu ég var semsagt í sumarbústað. að opnaði ég hurðina og fram stukku spesírunar mínar og Helga Hrönn ohhh hehahahahhahahahah þvílík hamingja ohhh þetta var æði. Já ekki má gleyma leynigestinum BlushWhistling

Þær grilluðu og gerðu allt svo kósý, svo var drukkið og ég fékk gjafakörfu sem kemur sér að góðum notum og svo alveg ofsalega fallega styttu með kertastjaka sem búð var að skrifa á nöfnin okkar og brúðkaupsdag frá systrum mínum. Kvöldið var alveg yndiselgt. Helga Hrönn fór reyndar um kvöldið og gisti semsagt ekki með okkur en almáttugur að var svo gaman að að liggur við að ég öfundi Friðgeir að eiga þetta eftirBlush neinei grín. Svo á sunnudeginum þegar ég kom á fætur sögðu stelpurnar mér að Friðgeir væri á leiðinni og þær hefðu reddað fríi í vinnunni fyrir mig í dag(mánudag) og við ættum að vera eina nótt saman í bústaðnum ohhh við höfðum svo gott af því, þetta var bara æðislegt. stelpur mínar takk æðislega fyrir okkur og mig ég er orðlaus af þakklæti.

Endielga skrifið ef ég hef gleymt einhverju:)

Takk takk takk allarKissing


Sibba seinheppna.

Ég verð að segja ykkur eina skondna söguGrin  Eins og flest ykkar vita vinn ég sem matráður á leikskóla, ég þurfti ásamt fleiri matráðum að mæta á smá svona spjall fund á einum leikskóla og fundurinn/samkoman byrjaði á að matráðurinn á leikskólanum(sem við hittumst á) sýndi okkur eldhúsið sitt og vinnu aðstöðuna. Við vorum líklega svona fimmtán talsins:) Þarna var maður sem ég hafði aldrei séð áður, hann labbaði þarna um og sagði svo alltí einu nei Sibba sjáðu þarna, þetta er nú aldeilis fínt það væri nú munur ef við værum með svona fínt, ég saði bara "já segðu" og hugsaði og hugsaði hvaðan ég ætti að þekkja þennan mann og hvenar hann hafði séð eldhúsið mittGasp þar sem hann hélt áfram að nefna nafnið mitt og segja eitthvað svona var ég farin að hallast að því að ég þekkti hann svaraði ég nú alltaf aumingja manninum. Ég er svo ómannglögg þannig að ég bara tók sjensinn að hann þekkti migWoundering hahahhahahahahh svo var okkur boðið inná kaffi stofu í kaffi og með því. Ég sat í mestu makindum og drakk kaffi þegar hann segir í hinum endanum á kaffistofunni æ sibba mín réttu mér nú mjólkina, ég bara what hann er nú bara að djóka hahhahah þá teygði konan sem sat á móti honum sig í mjólkina og rétti honumheheheheheheheh þetta var semsagt aðstoðarkonana hans sem heitir því fallega nafni SibbaInLove  Ég varð eins og fífl og skelli hló inní mérBlush

Góða helgi elskurnar.


Góða helgi og njótið lífsins:)

Að fyrirgefa er eins og að gefa fanga frelsi  og uppgötva að fanginn ert þú sjálfur 

Geðhverfa Sibbulínu

Mig langar til að deila með ykkur pælingu sem ég ritaði niður á blað í niðursveiflu sem bankaði uppá hjá mér um helgina og í gær. Ég tek það fram að ég er ekki að biðja um vorkun.

Þegar ég sem geðhvarfasjúklingur fer í niðursveiflu  þá verður allt svo ómögulegt og ég byrja að spá í afhverju ég sé jafn ómöguleg og ég er. Eins og til dæmis er ég að fara gifta mig og ég hef haft svo góðann tíma til að vera dugleg í ræktinni og ef þetta er ekki ástæða til að taka af sér nokkru aukakíló þá veit ég ekki hvaða ástæðu ég gæti haft. Mér finnst svo óendanlega leiðinlegt í ræktinni, ég er búin að prófa svo margt, konuleikfimi, sundleikfimi,spinning, göngubretti, tæki, Curves, göngutúra, hoppuleikfimi mér finnst þetta allt jafn leiðinlegt sama hvað ég reyni að gera þetta skemmtilegt. Og ennþá er ég jafn þung og þegar við Friðgeir ákváðum að gifta okkur. Ég hef valdið mér svo miklum vonbrigðum hvað þetta varðar og ég bara get orðið biluð á því að hugsa um þetta.  Svo finnst mér bara tilhugsunin við mánudaga alveg skelfileg ég þoli ekki mánudaga, ég bara þarf að eyða öllum sunnudeginum í að sannfæra mig um að mánudagur sé bara dagurinn við hliðina á þriðjudegi en það veit guð að þetta er bara ekki svo einfalt. Ég bað um frí í fjóra mándudaga í röð um daginn, það var unaðslegt þá bara átti ég frí og fékk ekki þennann hnút í magann dagana áður. Í gær var svo  fyrsti mánudagurinn  eftir þetta frí og ég meikaði ekki að fara í vinnuna, var með dúndrandi hausverk og magaverk er farin að halda að þetta sé bara á sálinni. Mér líður mjög vel í vinnunni og á mjög góðar vinkonur þar þannig að þessi kvíði kemur vinnunni ekkert við. Svo fór ég í vinnuna í dag og það var mjög gaman heheh þetta er svo kjánalegt.

Ég á mjög svo yndislegan (tilvonandi) mann sem umber mig þegar mér líður svona ílla og hann hefur aldrei þrýst á mig að gera eitthvað í mínum málum hvað hreifingu varðar, svo ekki get ég kvartað yfir því. Hann er duglegur að koma mér á óvart kemur reglulega með gjafir handa mér í vinnuna og heim. Hann er mjög rómantískur og afsaplega umburðalindurJ Ég á líka yndislega dóttur.

En samt er allt ómögulegt þegar lægðin kemur yfir. Þetta er svo hræðileg líðan að ég vildi að ég gæti losnað við þennan djöful af mér. Það er svo vont að hafa svo lítið sjálfstraust að maður trúi því ekki þegar fólki langar til að vera vinir manns eða eiga einhver samskipti við mann. Nýlega eignaðist ég vinkonu og ég var búin að hitta hana nokkrum sinnum og í fyrstu skiptin sem ég hitti hana var ég með hnút í maganum, svo áttaði ég mig á því að ég var skíthrædd um að hún væri bara að látast vera vinkona og mundi svo bara hlæja að mér. Æ þetta er svo kjánalegt að skrifa þetta en ég verð að koma þessu frá mér. Stundum fer ég ekki í boð þar sem ég þekki fáa því að ég er svo hrædd við ókunnugt fólk og hvað það hugsar um mig. Stundum finnst fólkinu mínu ég sína því lítinn áhuga og komi sjaldan þegar mér er boðið í veislur en þetta er ástæðan. Þegar mér líður eins og mér líður í dag þá get ég ekki hugsað mér að vera í sama húsi og þó ekki séu nema tveir sem ég ekki þekki.

En ég er semsagt að fara til læknis aftur í næstu viku því að hann heldur að lyfin séu hætt að virka eina ferðina enn. Og eigum við að ræða hvað ég hef oft glímt við það. Það getur tekið langan tíma að finna réttu lyfin og loksins þegar þau finnast þá virka þau í eitt ár max. Þegar ég byrja á nýjum lyfjum getur það tekið 6-8 vikur að koma í ljós hvort þau séu að virka eða ekki og á meðan líður mér svo svakalega ílla að mig langar mest til að vera bara inn í bómul.

Takk fyrir að eyða ykkar tíma í að lesa þetta.

Kv Sibba


Klukk

Já ég var klukkuð af Helgu Hrönn (Reynalds) og best að svara því núna:

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina

  • Búðarkona
  • Aupair
  • Eldhús landspítalanns
  • Eldhús leikskóla
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á
  • Chocolate

  • keeping up the faith

  • Mýrin
  • 27 dresses

 

Fjórir staðir sem ég hef búið á

  • Reykjavík

  • Grindavík

  • Sauðárkrókur

  • Þýskaland

    Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar

  • Monk

  • Cold case

  • Grey´s anatomy

  • Gossip girl

 

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum

  • Florida
  • krít 
  • Dominikansa lýðveldið
  • Mallorka

  Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg

  • mbl.is
  • visir.is 
  • goggle.is
  • y8.com

Fernt sem ég held uppá matarkyns

  • Soðinn fiskur
  • Lambakjöt í karrýsósu 
  • Kjúklingabringur
  • Kjötsúpa

 


  Fjórar bækur sem ég hef lesið oft
  • Allar bækur eftir Arnald Indriða.
  • Annars les ég ekki bækur oftar en einusinni

Fjórir bloggarar sem ég klukka  

  • Ásdís
  • kokkurinn
  • Áslaugh
  • Doddilitli

 

 


Góð orð....

- Bestu og fegurstu hluti veraldar er ekki hægt að sjá eða snerta.... heldur finnum við fyrir þeim í hjörtum okkar.  - 

 


Ómæ...

.. ég man sko þegar ég var busuð fyrir mörgum árum í MK ég var látin leika sæðisfrumu uppá sviði fyrir framan heilan helling af fólki. Það var sko niðurlægjandi. Man ekki eftir neinu öðru ömurlegu þennan dag, þetta var alveg nóg fyrir mig.
mbl.is Varað við busavígslum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband