Síðasti dagur sem ógift kona:)

Þá er kjóllinn kominn í hús og ég get ekki annað en dáðst af honum. Hann er svo ofboðslega flottur. Fórum á æfingu í kirkjunni í gær það var mjög gaman Bolli prestur er svo mikil snilld hann er svo hress og skemmtilegur:) Allir sem koma að athöfninni voru mættir á svæðið og skemmtu sér vel.

Nú sit ég við eldhúsborðið drekk kaffi og blogga einhverja vitleysu:) Ég er búin að vera hugsa undanfarna daga hvað ef ég dett og kjólinn verður blautur og skítugur rétt fyrir athöfn, ef ég dett og fótbrotna og í staðinn fyrir að vera í krirkjunni klukkan þrjú verð ég uppá slysó, ef ég dett nú kannski bara inn kirkjugólfið, ef ég stíg á kjólinn og ríf hann....ef ef ef ef ef ef ef ef ef ......

En alla vega í kvöld förum við og skreytum salinn og við erm svo einstaklega heppin að eiga góða að sem eru til í að hjálpa til, þannig að það verður margt um manninn í salnum:)

En allavega þá vona ég að þið hafið það sem best og haldið áfram að vera dugleg að kvitta:)


Bloggfærslur 31. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband