Veikinda dagar..

Komið þið sæl og blessuð.
Ég er nú alveg örugglega ekki vinsælasta manneskja í vinnu þessa dagana. Helga Jóna fékk flensu miðvikudaginn í síðustu viku og ég var heima hjá henni fimmtud og föstud. Hún fór í skólann á mánudaginn en þá var ég eitthvað slöpp svo ég ákvað að vera heima en fór í vinnu á þriðjud sem ég hefði betur sleppt því ég fór heim úr vinnunni með 39 stiga hita. Ekki gáfulegt en jæja svo er ég búin að rokka frá 39 uppí 40 og geðveika hálsbólgu. Í dag er ég búin að vera heima í viku ef við tökum þriðjudaginn ekki með. Ég er með þvílíkan móral En ég get víst lítið gert.
Friðgeir er líka búinn að vera veikur þannig að það er allt í lamasessi á heimilinu. Sem betur fer fer Helga Jóna til pabba síns um helgina svo að ég fái að jafna mig í ró og næði. Ekki að það fari mikið fyrir henni, það er bara öðruvísi að þurfa ekki að hugsa um neinn nema sjálfan sig.
Mamma og pabbi kíktu aðeins í gærkvöldi sem var mjög gott það er ótrúlegt hvað ég verð mömmu sjúk þegar ég verð veik Það var æði að fá smá mömmu og pabba knús.
En jæja vona að þið hafið það sem best.
Love and kyssis

Bloggfærslur 10. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband