23.4.2008 | 15:36
Síðasti vetrardagur.
Góðann daginn. Þetta var nú meiri dagurinn. Mætti klukkan hálf fimm í vinnuna í morgun til baka brauð fyrir styrktarsölu ég bakaði 62 brauð og þau seldust öll ég var frekar kát með árangurinn. Ágóðinn fer í óvissuferðina á laugardaginn og ég hlakka alveg rosalega til..... Mjög duló vísbendingar sem við erum búnar að fá
.
Ég fór á bókasafnið í gær og tók mér hljóðsnældur. þannig að ég hlustaði á Kristinhald undir jökli (Halldór Laxnes) við brauðbaksturinn ohhhhhhhh svo æðislega notalegt. Ég held að stelpurnar í vinnunni haldi að ég sé endanlega að missa mig
...
Ég vona að síðasti vetrardagur verði ykkur góður og að sumarið komi með pompi og prakt
GLEÐILEGT SUMAR
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)