28.4.2008 | 16:33
Helgi og timburmenn
Komið þið sæl og blessuð. Þá er helgin búin og hún var bara þokkalega góð... Óvissuferðin var á laugardaginn það var geðveikt gaman. Byrjuðum á því að hittast uppí vinnu þar var okkur boðið uppá jarðarber og freyðivín úti í góða veðrinu
Svo kom rúta og sótti okkur og keyrði okkur í Kramhúsið þar sem við fengum kennslu í magadansi
Mér fannst þetta reyndar ekki eins gaman og öllum hinum því að ég var ömurlegust
eheheheheheheh svo var farið heim til einnar þar sem við fengum snittur, hvítvín og rauðvín og sungum singstar og auðvitað brilleruðum við Unnur
eða það fannst okkur allavega.. Það komu þrjár stelpur til að farða okkur skvísurnar allar, Svo var haldið af stað austur á Stokkseyri á staðinn við Fjöruborðið.. mjög góður matur nammi namm. Þetta var bara allt æðislega skemmtilegt ehhehe. skál. Ásdís, Heiða, Carmen og Halla þið eruð snillingar
Sunnudagurinn var voðalega mikið bara höfuðverkur
Ég er ekki frá því að timburmennirnir séu ennþá í hausnum á mér:)
Vona að þið hafið það sem best.
Knús og kram, Sibba
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)