Frábær dagur.

Helga Jóna var að sýna með hópnum sýnum á vorsýningu Gerplu í dag. Það var æðislega gaman og frábær sýning í alla staði. Það var svo gaman að sjá þessa hæfileikaríku krakka. Rósa sys kom í morugnkaffi með börnin sín og Sigurdís fékk að fljóta með (hún er frænka barnanna) svo fórum við öll samferða á sýninguna. Sunna sys kom og hitti okkur þar og ég veð að segja að ég var að rifna úr stolti þegar Helga Jóna kom á sviðið. Ég gat því miður ekki tekið myndir þar sem það var reykur í salnum og svo dimmt þannig að myndirnar urðu bara doppóttar.

Eftir sýninguna fórum við og keyptum okkur föt í búð sem heitir Belladonna. Flott búð fyrir velvaxnar konurWink Svo fórum við í Perluna og fengum okkur ís.

Mai 2008 023Mætt á svæðið og á leið í kisumálun.Mai 2008 039Að sýningu lokinni.

Mai 2008 045Hóp knús.Mai 2008 078Mæðgur í Perlunni.Mai 2008 047Sæt saman.

Ég vona að helgin ykkar verði góð. Og munið að dagurinn í dag er það sem skiptir máli, gærdagurinn er búinn og morgundagurinn er óskrifað blað.


Bloggfærslur 31. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband