Góður föstudagur að baki.

Þann 18. júní voru tólf ár frá því að Lilja amma mín dó. Að því tilefni fórum ég, mamma, Hafdís sys, Alexander Jóhann og Mikael Logi upp á Hvanneyri í gær að leiðinu hennar og afa. Það var svo yndislegt veður. Inga systir hennar mömmu hitti okkur þar uppfrá og áttum við góða stund saman. Við kíktum svo í bústaðinn hennar í kaffi. Bústaðurinn hennar er algjörlega geggjaður og þau hjónin eru búin að gera svo mikið í honum. Þegar við komum svo aftur í höfðuðborgina um átta í gærkvöldi var Pálmi búinn að grilla og bauð okkur í mat og var því skálað í hvítvíni í lok æðislegs dags. Friðgeir kom og borðaði með okkur og skuttlaði mér og múttu svo heim um miðnætti. Takk æðislega fyrir góðan dag.

Af spánarskvísunni minni er allt gott að frétta hún fer til Rósu og þeirra í dag og skilst mér á þeim að hún ætli að gista þar í þjár næturGrin Það er bara æðislegt fyrir hana.

Vona að helgin verði ykkur góð. Knús og kram á ykkur.


Bloggfærslur 21. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband