26.9.2008 | 14:56
Sibba seinheppna.
Ég verð að segja ykkur eina skondna sögu Eins og flest ykkar vita vinn ég sem matráður á leikskóla, ég þurfti ásamt fleiri matráðum að mæta á smá svona spjall fund á einum leikskóla og fundurinn/samkoman byrjaði á að matráðurinn á leikskólanum(sem við hittumst á) sýndi okkur eldhúsið sitt og vinnu aðstöðuna. Við vorum líklega svona fimmtán talsins:) Þarna var maður sem ég hafði aldrei séð áður, hann labbaði þarna um og sagði svo alltí einu nei Sibba sjáðu þarna, þetta er nú aldeilis fínt það væri nú munur ef við værum með svona fínt, ég saði bara "já segðu" og hugsaði og hugsaði hvaðan ég ætti að þekkja þennan mann og hvenar hann hafði séð eldhúsið mitt
þar sem hann hélt áfram að nefna nafnið mitt og segja eitthvað svona var ég farin að hallast að því að ég þekkti hann svaraði ég nú alltaf aumingja manninum. Ég er svo ómannglögg þannig að ég bara tók sjensinn að hann þekkti mig
hahahhahahahahh svo var okkur boðið inná kaffi stofu í kaffi og með því. Ég sat í mestu makindum og drakk kaffi þegar hann segir í hinum endanum á kaffistofunni æ sibba mín réttu mér nú mjólkina, ég bara what hann er nú bara að djóka hahhahah þá teygði konan sem sat á móti honum sig í mjólkina og rétti honumheheheheheheheh þetta var semsagt aðstoðarkonana hans sem heitir því fallega nafni Sibba
Ég varð eins og fífl og skelli hló inní mér
Góða helgi elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)