Loksins

Loksins erum við að fara parketleggja herbergið hennar Helgu Jónu. Við erum búin að búa hérna í þrjú ár og loksins kemur röðin að herbergjunum. Við tókum eldhúsið og ganginn í gegn fyrir jól og nú er það prinsessan. Svo tökum við herbergið okkar og auka herbergið seinna á árinu.

Ég fór í vinnuna í dag eftir margra daga veikindi. Það var voða notó að hitta fólkið mitt afturKissing Ég fékk alveg knús og alltInLove  Skellti mér svo í ræktina eftir vinnu og svo að útrétta fyrir leikskólann. Kom svo heim og fór að taka útúr herberginu hennar Helgu Jónu svo að strákarnir gætu byrjað að leggja parketið. Ingólfur bróðir hans Friðgeirs er semsagt að hjálpa honumShocking  Ætlaði að láta mynd inn svo þið gætuð séð vibbann sem var á gólfinu... En það var ekki hægt. Ég prófa aftur á morgun...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælar Sibba mín ég varð nú bara að koma hingað til að kvitta, gleymdi því víst síðast tíhí. En vonandi gengur parketlögnin vel ;)
Kv Alda

Alda (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 20:56

2 identicon

Hæ Sibbs;)

Gott að heyra að þú ert að braggast...svona í góðum tíma fyrir saumóinn á morgun.  Hlakka rosa til að sjá þig skvís

Erla Anna (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband