14.5.2008 | 18:15
Ég á ekki orð...
Þetta er nú bara eitthvað grín. Sko fólk sem er komið yfir 23ára getur nú alveg hagað sér ílla ef það er málið. Mér finnst þetta of langt gengið í að reyna hafa vit fyrir öðrum. En afhverju 23 ára en ekk i bara 30 ára eða 32 ára hehehheheheh. Þetta er bara bull.
Yngri en 23 ára bannað að tjalda nema í fylgd með fullorðnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nákvæmlega OG það sem meira er að fólk 23 á líka börn og vill fara í fjölskylduútilegu!!!!!!
Sijatúmorróv
Elva (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 18:26
Já þetta er eitthvað sem ég kalla grín..23 ára fólk er komið með börn og farið að búa,sem sagt fjölskyldufólk og því er bannað að tjalda þarna ????? skil þetta ekki..
Og mig skortir smá að því sem kallast skilningur á þessu !!!
Landi, 14.5.2008 kl. 18:49
ég get alveg verið frænka þín líka heheheh
kvitt kvitt
Þórunn Eva , 14.5.2008 kl. 21:10
hæ heyrðu við fórum einu sinni í húsafell þegar að pjakkurinn var árs gamall og ég var þá orðin 22, við fengum ekki að tjalda því það var bara fyriri fjölskyldufólk... maður bara spyr sig... við vorum 2 á ferðinni með einn árs gamlann.. erum við þá ekki fjölsk. maður spyr sig hehehe
Þórunn Eva , 14.5.2008 kl. 21:12
Eftir að hafa séð og upplifað ástandið á þessu blessaða tjaldstæði á Írskum dögum get ég VEL skilið þessa ákvörðun!!!!!!!!!! Kannski sorglegt ...en staðreynd.
Lísa (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 22:56
Ég vil bara útihátíðir fyrir ellilífeyrisfélaga!
Þórður Helgi Þórðarson, 14.5.2008 kl. 23:33
Ég persónulega er sammála Jóan að þetta sé kannski ekki fyrir börn,en mér finnst málið ekki vera að banna 23 ára fullorðnu fólki sem vill kannski vera á staðnum og hafa val um að tjalda á staðnum,þó svo að það sé kannski ekki nema að hafa smá afdrep ( skjól ) og hafa einnig það val að fara af staðnum ef út í það fer og vill ekki vera þarna yfir nótt en koma yfir daginn.
Landi, 15.5.2008 kl. 00:03
Hvenær er maður fullorðinn og hvenær er maður ekki fullorðinn?
Ég varð fullorðinn þegar ég tók við fyrsta launaumslaginu mínu. Þar var ritað nafn mitt, og upphæðin sem ég hafði unnið mér inn að frádregnum einhverjum opinberum gjöldum og svo upphæðin sem var eftir í umslaginu. Ég var orðinn launamaður og borgaði mitt til ríkisins. Þá var ég 12 ára.
Að vera fullorðinn kemur ekkert því við að vilja geta drukkið brennivín og bjór sjálfum mér og öðrum til leiðinda. Mér finnst að fjölskyldufólk með börn, hafi full mannréttindi og eigi að hafa forréttindi að vera laus við rumpulýð á hátíðisdögum.
Sjá myndband: http://www.youtube.com/watch?v=Do2Kt0XrbTQ
Nebúkadnesar (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 01:16
Ég er alveg sammála því að það þarf að setja mörk og auðvitað er ekki öðru fólki bjóðandi ástandið eins og það var í fyrra. En mig langar að vita hvaðan aldurinn kemur. Ég veit alveg um fullorðið fólk sem hagar sér eins og smákrakkar með og án víns. Það er bara það sem ég er ekki að skilja.
Sigurbjörg Guðleif, 15.5.2008 kl. 15:01
Mér finnst að tjaldstæði eigi aðeins að vera fyrir okkur elítuna.
Annars finnst mér að það ætti líka að banna tjaldvagna og fellihýsi, einnig sjálfstæðisflokkinn og handbolta þegar út í það er farið.
Hmmm, hvað meira...... já, einnig banna utanbæjarpakk. Lokuma af Reykjavik við Elliðará og bönnum dreifurum að koma hingað, blandar blóði við okkur, stelur vinnunni af okkur og slítur vegakerfinu okkar.
Sigurður Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 15:20
Ætlarðu þá að senda Rúnu heim til sín? Bara spyr?
Sigurbjörg Guðleif, 15.5.2008 kl. 15:23
Hvað er málið í fylgd með fullorðnum? Af hverju ekki frekar "eingöngu fyrir fjölskyldufólk"....ekki að það sé alltaf skárra.......sumt fólk kann bara ekki að haga sér með víni eða án þess, hvort sem að það er 22 ára eða 47 ára. Oft hefur það reynst vel að hafa tjaldsvæðin aðskilin....þ.e. fyrir fjölskyldufólk og svo aðra. Svo þurfa sveitarfélögin að standa sig í gæslu þegar þau eru að halda svona hátíðir.....ekki nóg að halda þær og gera svo ekkert meira. Lenti einu sinni í þvílíku rugli á dönskum dögum í Hólminu.......mikið fyllerí og læti .....en það var líka nánast engin gæsla! Því skelli ég því eingöngu á þá sem standa fyrir hátíðinni.......en fer ekki aftur þangað!
Við verðum líka að fara að stoppa þennan "unglingaaldur" áður en við endum í : Ungabarn, barn , unglingur og ellilífeyrisþegi.....hehehehe......bara orðið rugl.
jæja þá er utanbæjarpakkið búið að tjá sig......en ég passaði mig sko á þvi að blandast ekki malbikarpakkinu......því er minn gutti HREINN utanbæjargaur...hehehehe......
kveðja
Helga Hrönn
Helga HRönn (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 16:29
Rúna er af erlendum uppruna, ekki dreifari.
Bætir genemengið okkar Reykvíkinga, það þarf eitthvað eldheitt til að vinna á móti dreifara blóðið sem er farið að blandast við okkur malbiksvíkinga.
Sigurður Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 11:42
Ertu að segja að fólk af erlendum uppruna sé eldheitt? hmmmmmmmmmmmmm verð að vera ósammála. Ég kann vel við dreifara
Sigurbjörg Guðleif, 16.5.2008 kl. 13:55
Hahaha...Nákvæmlega...Man það ennþá þegar ég fór á tjaldstæðið á laugavatni þegar ég var 18 með nokkrum vinkonum. Þar var aðskilið "fjölskyldusvæði" og "unglingasvæði" en það svæði var beisiklí í brekku sem var virkilega óþægilegt að tjalda á.
Svo þegar klukkan var orðin 10 þá var alltaf verið koma og tjekka á okkur og ef að útvarpið var í gangi þá var okkur sagt að slökkva á því og það var nú ekki eins og það væri hátt stillt. En þetta missti sig alveg þegar þau komu til okkar rétt eftir miðnætti og báðu okkur um að hafa lægra (ekkert útvarp í gangi vorum bara að spjalla) meðan á fjölskyldusvæðinu voru menn að hringspóla á opnu svæði þeirra megin með bílgræjurnar í botni (sem okkur fannst reyndar fínt því þá gátum við hlustað á tónlist, svo há var hún)
Mun aldrei tjalda aftur á Laugavatni....ekki einu sinni þegar ég verð orðin "þæg og hljóðlát fjölskylda"
Erla Anna (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.