31.5.2008 | 20:45
Frábær dagur.
Helga Jóna var að sýna með hópnum sýnum á vorsýningu Gerplu í dag. Það var æðislega gaman og frábær sýning í alla staði. Það var svo gaman að sjá þessa hæfileikaríku krakka. Rósa sys kom í morugnkaffi með börnin sín og Sigurdís fékk að fljóta með (hún er frænka barnanna) svo fórum við öll samferða á sýninguna. Sunna sys kom og hitti okkur þar og ég veð að segja að ég var að rifna úr stolti þegar Helga Jóna kom á sviðið. Ég gat því miður ekki tekið myndir þar sem það var reykur í salnum og svo dimmt þannig að myndirnar urðu bara doppóttar.
Eftir sýninguna fórum við og keyptum okkur föt í búð sem heitir Belladonna. Flott búð fyrir velvaxnar konur Svo fórum við í Perluna og fengum okkur ís.
Mætt á svæðið og á leið í kisumálun.Að sýningu lokinni.
Hóp knús.Mæðgur í Perlunni.Sæt saman.
Ég vona að helgin ykkar verði góð. Og munið að dagurinn í dag er það sem skiptir máli, gærdagurinn er búinn og morgundagurinn er óskrifað blað.
Athugasemdir
Ég trúi því vel að þú hafir verið að springa úr stolti með Helgu Jónu,enda máttu það alveg Ég vildi óska að ég heði getað verið með ykkur, en vonandi bara næst,,ég var alla vega með ykkur í anda.
Og gaman að heyra að þið systur hafið átt svona geggjaðann dag, það er svo ómetanlegt, maður er bara svo latur við að gefa sér tíma til að vera svona saman og njóta þess.
Hlakka til að sjá þig næstu helgi, já og varðandi þú veist .......þá gaf Pálmi grænt ljós hehehe en þáð er heldur ekkert of seint að hætta við hehehe,gæti verið of stór pakki en vertu í bandi við mig!!!!ég gæti jafnvel komið með í þetta
Lillja Hafdís (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 22:14
Takk Hafdís. Nei þetta verður ekkert of mikið.
Hlakka til að sjá þig á laugardaginn. Knús á ykkur.
Sigurbjörg Guðleif, 1.6.2008 kl. 11:15
Til hamingju með Helgu Jónu, get sko vel skilið það að þú hafir verið stolt af henni .
kveðja
Helga Hrönn
Helga Hrönn (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 20:38
Hæhæ þá er ég komin heim úr ferðarlaginu og þið fáið blogg um það á næstu dögum Takk fyrir kvittið
Sigurbjörg Guðleif, 5.6.2008 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.