1.7.2008 | 19:37
Allt og ekkert.
Þá er svo komið að maður tímir ekki að fara í útilegu Stórfjölskyldan er að fara í útilegu um næstu helgi og ég er ekki að tíma að fara með. Friðgeir verður reyndar að vinna þannig að það er hvort sem er ekkert gaman að fara án hans. Svo ætlum við í útilegu þegar ég er komin í sumarfrí þannig að maður tímir ekki að fara tvær helgar í röð. Helga Jóna fær að fara með múttu og kó. Svo ég ákvað í staðinn að bjóða samstarfsfólki mínu(sem ekki eru farinir í sumarfrí) í partý á föstudaginn í staðinn það er til allt fyrir svoleiðis partýstand þannig að ekki kostar það mikið ( ein að afsaka sig)
Ég átti æðislegan afmælisdag. Fékk góðar gjafir, fullt af knúsi og fallegar kveðjur sem eru mér svo mikilsvirði:)
Í dag eru fjórir mánuðir í brúðkaupið okkar almáttugur hvað þetta líður hratt Það er annars bara alltaf það sama að frétta.
Helga Hrönn vinkona mín er ólétt og á að eiga í desember ég er ekkert smá spennt og hlakka til að fylgjast með Aroni Inga stóra bró hann er svo spenntur og stoltur. Ef fer sem horfir fæ ég eina vinkonu mína sem mér þykir svo óskaplega vænt um nær mér en hún býr doldið langt í burtu og ég hef ekki alveg verið nógu tímin að heimsækja hana eða skuttlast til hennar þegar ég þarf á henni að halda En ég bíð spennt hver niðurstaða valkvíðans verður. Svo eiga Gróa og Ingó að eiga í september þannig að það er nóg að gera á næstunni....
Elska ykkur öll og kvittunina ykkar.
Athugasemdir
Góða skemmtun á föstudaginn Já það verður bara gaman að fylgjast með Aron Inga þegar hann verður stóri bróðir ( vonandi verður hann ekki mikið abbó.....en skiljanlegt ef það bólar smá á því )
Er svo forvitin , hver er kannski að flytja nær þér?
kveðja
Helga , 2.7.2008 kl. 19:40
Góða skemmtun í kvöld
Takk kærlega fyrir að redda mér í dag..........bjargaðir lífi mínu...... ...já insúlín er lífsnauðsynlegt ...heheheheþ. Takk kærlega Sweety.
Sjáumst vonandi í næstu viku
kveðja
Hrönnslan
Helga Hrönn (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 18:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.