Geðhverfa Sibbulínu

Mig langar til að deila með ykkur pælingu sem ég ritaði niður á blað í niðursveiflu sem bankaði uppá hjá mér um helgina og í gær. Ég tek það fram að ég er ekki að biðja um vorkun.

Þegar ég sem geðhvarfasjúklingur fer í niðursveiflu  þá verður allt svo ómögulegt og ég byrja að spá í afhverju ég sé jafn ómöguleg og ég er. Eins og til dæmis er ég að fara gifta mig og ég hef haft svo góðann tíma til að vera dugleg í ræktinni og ef þetta er ekki ástæða til að taka af sér nokkru aukakíló þá veit ég ekki hvaða ástæðu ég gæti haft. Mér finnst svo óendanlega leiðinlegt í ræktinni, ég er búin að prófa svo margt, konuleikfimi, sundleikfimi,spinning, göngubretti, tæki, Curves, göngutúra, hoppuleikfimi mér finnst þetta allt jafn leiðinlegt sama hvað ég reyni að gera þetta skemmtilegt. Og ennþá er ég jafn þung og þegar við Friðgeir ákváðum að gifta okkur. Ég hef valdið mér svo miklum vonbrigðum hvað þetta varðar og ég bara get orðið biluð á því að hugsa um þetta.  Svo finnst mér bara tilhugsunin við mánudaga alveg skelfileg ég þoli ekki mánudaga, ég bara þarf að eyða öllum sunnudeginum í að sannfæra mig um að mánudagur sé bara dagurinn við hliðina á þriðjudegi en það veit guð að þetta er bara ekki svo einfalt. Ég bað um frí í fjóra mándudaga í röð um daginn, það var unaðslegt þá bara átti ég frí og fékk ekki þennann hnút í magann dagana áður. Í gær var svo  fyrsti mánudagurinn  eftir þetta frí og ég meikaði ekki að fara í vinnuna, var með dúndrandi hausverk og magaverk er farin að halda að þetta sé bara á sálinni. Mér líður mjög vel í vinnunni og á mjög góðar vinkonur þar þannig að þessi kvíði kemur vinnunni ekkert við. Svo fór ég í vinnuna í dag og það var mjög gaman heheh þetta er svo kjánalegt.

Ég á mjög svo yndislegan (tilvonandi) mann sem umber mig þegar mér líður svona ílla og hann hefur aldrei þrýst á mig að gera eitthvað í mínum málum hvað hreifingu varðar, svo ekki get ég kvartað yfir því. Hann er duglegur að koma mér á óvart kemur reglulega með gjafir handa mér í vinnuna og heim. Hann er mjög rómantískur og afsaplega umburðalindurJ Ég á líka yndislega dóttur.

En samt er allt ómögulegt þegar lægðin kemur yfir. Þetta er svo hræðileg líðan að ég vildi að ég gæti losnað við þennan djöful af mér. Það er svo vont að hafa svo lítið sjálfstraust að maður trúi því ekki þegar fólki langar til að vera vinir manns eða eiga einhver samskipti við mann. Nýlega eignaðist ég vinkonu og ég var búin að hitta hana nokkrum sinnum og í fyrstu skiptin sem ég hitti hana var ég með hnút í maganum, svo áttaði ég mig á því að ég var skíthrædd um að hún væri bara að látast vera vinkona og mundi svo bara hlæja að mér. Æ þetta er svo kjánalegt að skrifa þetta en ég verð að koma þessu frá mér. Stundum fer ég ekki í boð þar sem ég þekki fáa því að ég er svo hrædd við ókunnugt fólk og hvað það hugsar um mig. Stundum finnst fólkinu mínu ég sína því lítinn áhuga og komi sjaldan þegar mér er boðið í veislur en þetta er ástæðan. Þegar mér líður eins og mér líður í dag þá get ég ekki hugsað mér að vera í sama húsi og þó ekki séu nema tveir sem ég ekki þekki.

En ég er semsagt að fara til læknis aftur í næstu viku því að hann heldur að lyfin séu hætt að virka eina ferðina enn. Og eigum við að ræða hvað ég hef oft glímt við það. Það getur tekið langan tíma að finna réttu lyfin og loksins þegar þau finnast þá virka þau í eitt ár max. Þegar ég byrja á nýjum lyfjum getur það tekið 6-8 vikur að koma í ljós hvort þau séu að virka eða ekki og á meðan líður mér svo svakalega ílla að mig langar mest til að vera bara inn í bómul.

Takk fyrir að eyða ykkar tíma í að lesa þetta.

Kv Sibba


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku dúllan mín. En leiðinlegt að heyra að þér líður svona illa. Sendi þér góðar hugsanir. Er til staðar fyrir þig ef þú þarft á vini að halda.

Kv. Heiða

Heiða (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 20:44

2 Smámynd: Ísdrottningin

Sendi þér ljós og kærleiksgeisla

Ísdrottningin, 10.9.2008 kl. 00:12

3 identicon

Hæ elsku systir ég var búin að skrifa langt comment hérna inná sem var of persónulegt hehh þannig að ég ætla að hringja í þig frekar á morgun og spjalla við þig. Elska þig svo sannarlega stóra systir..

Sunna Dögg (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 02:44

4 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Takk kærlega fyrir

Sigurbjörg Guðleif, 10.9.2008 kl. 09:29

5 Smámynd: Landi

Þú ert greinilega yndisleg persóna Sigurbjörg og ég held að þú megir vera rosalega stolt af þér  

Kærleikskveðja

landi

Landi, 10.9.2008 kl. 11:12

6 identicon

Elsku Sibbsin mín, þú mátt alveg trúa því að fólk vilji vera vinir þínir einfaldlega vegna þess hversu brosmild þú ert, ég get svarið það, hlátur þinn lyftir upp hvaða anda sem er. Hversu auðvelt er að tala við þig og hversu vel þú hlustar og hversu góð nærvera þín er. Saumaklúbburinn væri allavega ekki samur án þín og ég get svarið það, við finnum vel fyrir því í þau fáu skipti sem Sibbsina okkar vantar. Þú ættir líka að fá fálkaorðuna fyrir húmorinn þinn.

Þú verður yndislega falleg á afmælisdaginn, hvort sem það verður mínus nokkur kg eða ekki. Ég veit það því þú ert alltaf falleg:) Ég segi þetta ekki af því að ég veit að það er gott að heyra þetta, þó það sé það, heldur af því að það er satt, þó þér finnist erfitt að trúa því. En ef þig langar að gera eitthvað, t.d kíkja í göngutúr þá máttu alveg hafa samband, ég er til. Okkur finnst svo gaman að kjafta, af hverju ætti ekki að vera gaman að kjafta og labba smá í leiðinni;) Kannski við getum stofnað smá gönguklúbb út frá saumaklúbbnum, mér sýnist við flestar vera í einhverskonar átökum:)

Knús á þig elskan, láttu þér líða betur* Sé þig svo hjá Lísu:)

Erla Anna (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 18:27

7 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Takk Erla mín en ég held að þú hafir ætlað að skrifa á brúðkaupsdaginn:) Takk sjáumst í saumó.... Já alveg spurning með gönguklúbb

Sigurbjörg Guðleif, 10.9.2008 kl. 21:26

8 identicon

já elsku yndislega systir. þetta er ekki auvelt líf sem þér var úthlutað það er sko alveg satt!! En þú hefur verið svo ótrúlega dugleg hingað til og veit ég að þú verður það áfram. ég tekundir allt sem Erla sagði og hlakka ég ekkert smá til á brúðkaupsdaginn þinn, því þú átt svo sannarlega skilið að eiga svona alvöru prinsessu dag!!! Þú verður samt elskan mín að muna að þú átt svo rosalega marga kosti,,,, svo miklu meiri kosti heldur en galla og mundu það þegar þér líður ekki vel, því ókunnuga manneskjan sem þú heldur að sé að tala um þig eða pæla í þér hún á bara við eitthver önnur vandamál að stríða og er ekkert að spá í þér!!! þú ert svo yndisleg mundu það!!

 elska þig svo endalaust mikið

þín Rósa

Rósan þín (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 23:07

9 identicon

Vá já, hahaha Jiii...ég var ekki alveg í lagi þarna, meinti auðvitað brúðkaupsdaginn;)

Erla Anna (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 13:44

10 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Takk stelpur fyrir þetta. Nú veit ég að þegar mér líður ílla þá bara væli ég nógu mikið hér inni þá sendið þið mér falleg orð og þá líður mér betur Nei djók. Ég segi bara afur eins og er, ég er ekki að biðja um vorkun bara að deila með ykkur minni reynslu.

Kv Sibba

Sigurbjörg Guðleif, 11.9.2008 kl. 19:36

11 identicon

Hæ elskan mín

takk kærlega fyrir daginn.  Þú veist hvað mér finnst um þig ...........veit að í niðursveiflu koma alls kyns "hugmyndir" upp í kollinum en vonandi veistu að þú ert mér afar mikilvæg og dýrmæt.  Þú er vinur í raun .......

Gangi þér vel ..........og vonandi verður þessi niðursveifla stutt núna og vonandi fer þeim fækkandi..............óska þess svo innilega.

Hlakka ofboðslega til að sjá þig á brúðkaupsdaginn, þú verður og ert falleg.....óháð kílóum.

sí jú

kveðja

Hrönnslan

Helga Hrönn (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 21:02

12 Smámynd: Erna Björk Svavarsdóttir

Elsku besta nýja vínkona mín,,,,,,,,,,. ég er svo ánægð að hafa kynnst þér, því þú hefur gefið svo mikið af þér og hef ég grætt á því.

Við verðum endilega að hittast fljótlega aftur,,,,,,,,,,, ég verð bara að finna tíma í þessu brjálaðslegu mikið að gera gír sem ég er í,,,,,,  ,,,,,, og tek Lollu með

Vonandi sjáumst við fljótlega,,,,,,

Kv. Erna

Erna Björk Svavarsdóttir, 21.9.2008 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband