Gæsunin mín:)

Á laugardaginn vakti Friðgeir mig klukkan átta með morgunkaffi, sem gerist nú alveg stundum þannig að mér fannst það ekkert óvenjulegt. En svo uppúr hálf tíu hringdi dyrabjallan og ég ennþá á náttkjólnum og ekki einusinni búin að bursta tennurnar en allavega birtist Svanberg( mágur Rósu sys). Hann sagði mér að vera fljót að klæða mig í þægileg föt. Hann afhenti mér svuntu, viskustykki, sóp, pottaleppa og geðveikt flotta kórónu:) þetta átti ég að klæða mig í og setja viskustykkið á öxlina. Hann keyrði mig í Baðhúsið og þar átti ég að kynna mig sem gæs sem var alveg óþarfi því að það var alveg greinilegt hahahhahahah. Þarna fékk ég yndislegt fóta dekur. Sunna sys sótti mig eftir dekrið og batt fyrir augun á mérUndecided og keyði af stað, ég vissi ekkert hvert ég var að fara og grunaði ekki neitt.  Útúr bílnum og jájá látin labba hellings leið með bundið fyrir augun ég var algjörlega grunlaus en guð hvað þetta var óþægilegt. Loksins komumst við á áfangastað inní stofu til Rósu sys þar sem systurnar,spesíurnar(Ebeta, Lísa, Anna Soffía, Erla Anna), Helga Hrönn og Beta tóku á móti mér með óvæntu(sörpræs) hrópum heheheheh freyðivíni og bröns, algjört æði. Ég fékk meira segja typpa köku sem bragðaðist alveg dásamlegaW00t Þar var ég förðuð og mikið hlegið og talað. Frá Rósu fórum við i keiluhöllina í diskókeilu og spil sem ég man ekki alveg hvað heitir held samt að það heiti þythokki. Settumst svo á barinn og drukkum hvítvín og þessháttar:):O) svo fyrir utan keiluhöllina kvöddu allar stelpurnar mig nema systur mínar sem skuttluðu mér heim og þökkuðu fyrir skemmtielgan dag.Frown Ég hef aldrei upplifað þessa tilfinningu áður eins og ég ætti enga vini eheheheh. Ég lagðist bara uppí rúm þegar heim var komið og hugsaði með mér að þetta væri nú ekki líkt vinkonum mínum að gera svona lagað. Eftir smá stund komu systurnar svo aftur skelli hlæjandi og sóttu mig afturBlush hehe þá var keyrt útúr bænum og aftur var bundið fyrir augun á mér rétt áður en við komum á áfangastað og svo labbaði ég inní hús og trefillinn tekin niður og mér sagt að labba inní stofu ég var semsagt í sumarbústað. að opnaði ég hurðina og fram stukku spesírunar mínar og Helga Hrönn ohhh hehahahahhahahahah þvílík hamingja ohhh þetta var æði. Já ekki má gleyma leynigestinum BlushWhistling

Þær grilluðu og gerðu allt svo kósý, svo var drukkið og ég fékk gjafakörfu sem kemur sér að góðum notum og svo alveg ofsalega fallega styttu með kertastjaka sem búð var að skrifa á nöfnin okkar og brúðkaupsdag frá systrum mínum. Kvöldið var alveg yndiselgt. Helga Hrönn fór reyndar um kvöldið og gisti semsagt ekki með okkur en almáttugur að var svo gaman að að liggur við að ég öfundi Friðgeir að eiga þetta eftirBlush neinei grín. Svo á sunnudeginum þegar ég kom á fætur sögðu stelpurnar mér að Friðgeir væri á leiðinni og þær hefðu reddað fríi í vinnunni fyrir mig í dag(mánudag) og við ættum að vera eina nótt saman í bústaðnum ohhh við höfðum svo gott af því, þetta var bara æðislegt. stelpur mínar takk æðislega fyrir okkur og mig ég er orðlaus af þakklæti.

Endielga skrifið ef ég hef gleymt einhverju:)

Takk takk takk allarKissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landi

Mikið svaklega hefur verið gaman hjá ykkur

Landi, 29.9.2008 kl. 18:20

2 identicon

Hlakka til að sjá þig á morgun sæta.

Frábært að "helgin" var svona góð hjá þér :)

kveðja, Elva

Elva (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 18:25

3 identicon

Hæ hæ elsku gæs - mörgæs - ..og hvað heitir gæsin á þriðja degi í gæsun hehe?? Takk æðislega fyrir síðast.  Þetta var alveg geggjað en mikið SVAKALEGA var erfitt að kveðja þig á bílaplani Keiluhallarinnar :-/ við vorum alveg með þvílíkan móral allar yfir því ...en við vissum náttúrulega að þú yrðir bara ennþá glaðari þegar þú kæmist að "plottinu " ;-)  Helgin var geysilega vel lukkuð og greinilegt að sjá að þér fannst gaman :-) Hafðu það nú gott í undirbúningnum og það verður spennandi að frétta hvernig steggjapartýið verður :-)  Knús og kreist.  Lísa á kvöldvakt.

Lísa spesía (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 18:50

4 identicon

Oh þetta hefur verið alveg æðislegt Sibba mín! Vildi að ég hefði getað verið með, en ég var bara með í anda :) Nú fer að styttast í að við getum farið að plana prufuförðun - ég er farin að hlakka þvílíkt til!

Ólafía (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 21:54

5 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Já þetta var alvetg magnað.

Já ólafía endilega ákveðum dag fyrir prufuförðun:) ég fer í prufugreiðsluna 23. okt kl tvö:)

Sigurbjörg Guðleif, 30.9.2008 kl. 11:15

6 identicon

Gaman að heyra hvað var gaman hjá ykkur. Við söknuðum þín samt á mánudaginn, heilan helling, knús til ykkar.

Kveðja Heiða

Heiða (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 22:41

7 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Takk Heiða mín það er gott að vita að einhver sakanar manns

Takk fyrir fríið samt

Sigurbjörg Guðleif, 2.10.2008 kl. 13:03

8 identicon

Typpa Kaka ?  mér var sagt að þetta hafi verið " fyrirmynd" af einum nákomnum aðila ----------- 

Pálmi Mágur (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 22:04

9 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Hmmmmmmmmmm og er hann ekki með typpi hehe þóttist líka eitthvað kannast við stærðina:)  heheh

Elska þig

Sigurbjörg Guðleif, 2.10.2008 kl. 22:18

10 identicon

Já þetta var sko svakalega gaman hjá okkur!!og gott að þú naust þín svona vel!!

og ég tek undir með Lísu það var ekki auðvelt að kveðja þig þarna heima hjá þér því þú varst eins og lítil stelpa á jólunum;;; hvað er svo næst.....rosa spennt og svo kvöddu þig bara allir hehehehe en allt er gott sem endar vel.

hlakka til að sjá þig á morgun þegar ég sæki prinsinn til þín.

    þín stóra syss.

Lilja Hafdís (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 22:22

11 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Bííídddu hvernig vissir þú að Pálmi væri að koma til mín á morgun heheh eða ertu ekki að tala um þann prins  Djóóóók já sjáumst á morgun.

Sigurbjörg Guðleif, 2.10.2008 kl. 22:24

12 identicon

Sibba!!! Þú ætlaðir að hætta að segja "djók" !!! hehe bara "glínast".  Knús og kram Lísa

Lísa (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 08:08

13 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Til lukku með þetta alltsaman

Þórður Helgi Þórðarson, 3.10.2008 kl. 11:19

14 identicon

Pálmi, ég gat ekki gert stelpunum það að notast við minn kæra sem fyrirmynd enda skyldur þeim flestum. Auk þess hefði ég þurft að notast við 3 Betty Crocker kassa en ekki 1 ef ég hefði haft hann sem fyrirmynd hahahah Það verður svo að koma í ljós hvort að einhver okkar verði bomm eftir þetta kökuát

Erla Anna (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 16:01

15 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sibba mín þú átt góða að elskan.Mér þykir vænt um þig

Guðjón H Finnbogason, 5.10.2008 kl. 14:59

16 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Takk pabbi minn mér þykir líka voðalega vænt um þig.

Sigurbjörg Guðleif, 5.10.2008 kl. 19:02

17 Smámynd: Erla Stefanía Magnúsdóttir

Vá en skemmtilegt, gott að eiga góða að á svona dögum! Til hamingju með framhaldið og njóttu vel dagsins stóra.

Kveðja frá danaveldi

Erla Stefanía Magnúsdóttir, 5.10.2008 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband