Afmælisdagur einkadótturinnar...

Á morgun, mánudaginn 27. okt á hún dóttir mín 11 ára afmæli. Að venju verður mikið um hátíðarhöld því kl 14 mætir bekkurinn í bekkjarpartý og svo klukkan 17 koma svona þeir nánustu í kaffisopa:)

En almáttugur hvað mér finnst samt stutt síðan ég var með hana litla. En tíminn líður sem betur fer:)

Svo á laugardaginn rennur stóra stundin upp. Það er allt að verða klárt og mætti ætla að um kaffileiti á laugardaginn værum við Friðgeir orðin hjón. Nema að hann hætti við kall álkanBlush.... Næstu dagar fara í ýmiskonar reddingar, vax, neglur, fund í salnum, skipurleggja matseðil fyrir veisluna og margt fleira. Þar sem efnahagurinn er eins og hann er ætlum við einungis að hafa freyðivín til að skála og sleppa áfengi með matnum:) Enda höfum við ekki gott af því að þamba of mikið áfengi því fyrir suma er áfengi böl Whistling

Jæja elskurnar best að halda áfram að baka fyrir prinsessuna. Já og Unnur mín til hamingju með afmælið í dagKissing

Verið dugleg að kvitta:)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan daginn.  Innilegar hamingjuóskir með 11 ára stúlkuna  Já, það er rétt, tíminn líður aldeilis, það er svo stutt síðan þær frænkurnar voru að skottast saman í Breiðholtinu  Áður en við vitum af eru það þær sem ganga kannski kirkjugólfið  En enn og aftur, til hamingju með daginn.  ÉG hef samband þegar ég veit nánar hvort við komumst, en Inga Lilja sefur enn þannig að ég veit ekki hvernig staðan á henni er. 

Knús og kossar

Lísa og fjölskylda Skaganum

Lísa og fjölskylda (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 08:16

2 identicon

Hæ elskan. innilegar hamingjuóskir með afmælisdag einkadótturinnar :D ekkert smá stutt síðan hún fæddist þessi elska. hlakka til að knúsa ykkur í dag og get ekki beðið eftir laugardeginum!!

 knús og kossar

Rósa

Rósa María (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 10:28

3 Smámynd: Landi

Til hamingju með dóttirina

Landi, 27.10.2008 kl. 12:28

4 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Takk fyrir þetta elskurnar:)

Sigurbjörg Guðleif, 27.10.2008 kl. 15:04

5 Smámynd: Helga

Innilega til hamingju með stelpuna............já það er sko rétt hjá þér tíminn líður sko hratt.  Finnst nú ekki svo langt síðan að við vorum á harða spretti úr fjallinu á króknum og í felur.....veist hvað ég á við.......hehehehehe........litlu fiktararnir...:)

Gvöð get ekki beðið eftir laugardeginu.........hlakka svo geggjað mikið til :) 

 gangi ykkur vel með lokaundirbúninginn......veist hvar ég er!

kveðja

Helga Hrönn

Helga , 27.10.2008 kl. 17:14

6 Smámynd: Helga

Já eitt enn.....................bara gott mál að skála í freyðivín........maður á að fara eftir því hvað maður vill sjálfur og þarna er ég sko sammála þér.

knús og kossar

Hrönnslan

Helga , 27.10.2008 kl. 17:15

7 identicon

Til hamingju með prinsessuna,vildi að ég hefði getað verið með,,en vinnan kallar og þarf að taka frí um helgina ;-)  ekki allt hægt....en ég var með ykkur í huganum já get ekki beðið eftir að sjá þig labba inn kirjugólfið þú verður sko laaang fallegust knús knús

Lilja Hafdís (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 20:52

8 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Hæ elskurnar já Helga Hrönn ég veit sko alveg hvað þú meinar hehehehheheh

Já Hafdís þú varst bara heppin:)

Sigurbjörg Guðleif, 27.10.2008 kl. 20:57

9 identicon

Mátti til með að kvitta er reglulegur gestur á síðunni þinni;) ótrúlega gaman að lesa bloggið þitt, gangi ykkur vel um helgina

kveðja frá neskaupstað

Rósa Dögg (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 17:04

10 identicon

til hamingju með dótturinna og hlakka til laugardagsins

Dísa og bumbubúi (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 22:49

11 identicon

2 dagar!!!!!!!!!!!!!

Lísa frænka (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 20:51

12 identicon

1 dagur !!!!!!

Lísa frænka (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband