15.12.2008 | 20:21
AAAAlveg að koma jól:)
Á föstudaginn fórum við hjónin á jólahlaðborð með vinnunni minni á Grand Hótel. Þar sem Friðgeir átti afmæli þann dag ákvað ég að gefa honum gistingu eina nótt á hótelinu fyrir okkur bæði það var æðislega gaman og góður matur. Á laugardeginum þegar við vorum búin að skila af okkur hótelherberginu fórum við í kringluna og kláruðum að kaupa jólagjafirnar þannig að við fíluðum okkur alveg eins og útlendingar.
Á sunnudaginn fórum við Helga Jóna svo á jólatónleka í Grafarvogskirkju þar sem Ellen Inga frænka var að syngja með kórnum sínum og hún var svo mikið sætust hún skotta litla:)
En mig langar svo til að segja ykkur frá disk sem ég var að kaupa mér. Áslaug sem söng í brúðkaupinu okkar var að gefa út disk og hann er bara æðislegur. Ég fékk hann sendann í pósti í dag og hann er algjör snilld. Endilega kíkið á þetta, hann kostar ekki nema 2000kr og eins og ég segi algjör snilld
Knús á ykkur kæru vinir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.