31.12.2008 | 16:16
Hvað er í gangi?????
Ég er nú ekki mikið inní mótmælum og svoleiðis hlutum. En hverju er fólk að mótmæla þegar það grýtir eggjum í hús og bíla sem geta enga björg sér veitt eða skemma tæki og tól sjónvarpsstöðvar sem var á staðnum í þeim tilgangi að tala við stjórmála menn og krefjast almennilegra svara. í átján ár hefur stöð 2 verið með þáttinn kryddsíld sem mér persónulega finnst mjög fínn og vel unninn þáttur. Svo er starfsfólk stöðvar 2 slasað eftir átökin.... Hvað hefur það gert af sér??Ég skil ekki svona lagað. Hver er tilgangurinn? Afhverju er ekki bara hægt að mótmæla án þess að skemma? Ég kæri mig ekki um að fólk sé að mótmæla fyrir mína hönd. Hef oft heyrt að fólk segist vera mótmæla fyrir hönd þjóðarinnar, mér finnst það útí hött.
Hvað var málið til dæmis niður á Hótel Borg í dag? Ég skil ekki hvað er í gangi. Ég er svo miður mín yfir þessu öllu saman. Ég veit að það eru margir ósammála mér þannig að ég væri alveg til í að fá ykkar hlið á málinu. Kannski er ég bara svona biluð að ég sé ekki alveg tilganginn með þessu. Mér finnst sko alveg að einhverjir eigi að segja af sér og allt það en er ekki erfitt að ákveða hverjir það ættu að vera og ef við myndum kjósa aftur hverjum gætum við treyst????? Við fáum ekki svör við því með að skemma eigur annarra.
En allavega ég vona að þið hafið það gott á gamlárskvöld og gangið hægt um gleðinnar dyr.
Kv Sibba.
Athugasemdir
Er hjartanlega sammála !! Fannst þetta ganga allt of langt! Svo sem allt í lagi að standa fyrir utan og mótmæla og láta heyra í sér innan skynsemismarka!! En þegar farið er að ógna fólki og meina fólki inngöngu svo ekki sé talað um að skemma eigur og koma í veg fyrir útsendingu það er toooo much!!!!!
En gleðilegt ár með svoooo mikilli von um að næsta ár verði ekki jafnerfitt og spár segja til um!!
Knús Lísa frænka
Lísa (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 16:22
Ég er alveg sammála þér.
ég styð mótmælin, þessi friðsömu en þetta er alveg komið útí rugl!!! að saklaust fólk sem er barasta að vinna sína vinnu við að flytja fréttir báðum megin frá skuli slasast.. RUGL.
knús.. Elva
Elva (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.