Afmælisdagur einkadótturinnar...

Á morgun, mánudaginn 27. okt á hún dóttir mín 11 ára afmæli. Að venju verður mikið um hátíðarhöld því kl 14 mætir bekkurinn í bekkjarpartý og svo klukkan 17 koma svona þeir nánustu í kaffisopa:)

En almáttugur hvað mér finnst samt stutt síðan ég var með hana litla. En tíminn líður sem betur fer:)

Svo á laugardaginn rennur stóra stundin upp. Það er allt að verða klárt og mætti ætla að um kaffileiti á laugardaginn værum við Friðgeir orðin hjón. Nema að hann hætti við kall álkanBlush.... Næstu dagar fara í ýmiskonar reddingar, vax, neglur, fund í salnum, skipurleggja matseðil fyrir veisluna og margt fleira. Þar sem efnahagurinn er eins og hann er ætlum við einungis að hafa freyðivín til að skála og sleppa áfengi með matnum:) Enda höfum við ekki gott af því að þamba of mikið áfengi því fyrir suma er áfengi böl Whistling

Jæja elskurnar best að halda áfram að baka fyrir prinsessuna. Já og Unnur mín til hamingju með afmælið í dagKissing

Verið dugleg að kvitta:)


Bloggfærslur 26. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband