10.5.2008 | 11:33
Hvítasunna:)
Í gærkvöldi bauð ég systrum mínum í mat. Sunna yngsta systir mín komst reyndar ekki því hún var að vinna. En Hafdís og Rósa mættu í Sibbukot og fengu sér fylltan hrygg, kartöflugratín og allt sem því fylgdi. Hvítvín til að sötra með og bailys, kaffi og heita eplaköku með rjóma á eftir. Voða gott svo var hleigið og kjaftað til miðnættis hehhe. Hvað er betra en að eiga notalega stund með systrum sínum Ekki spillir að þær færðu mér svo ofsalega fallega gjöf og litla bók sem heitir Minnisbók handa yndislegri systur. Hún inniheldur fullt af fallegum orðum.
Í dag ætlum við að fara með tjaldvagnin útá land og skoða hvernig hann kemur undan vetri og gista allavega eina nótt Vona að sólarskvísan mæti á svæðið og heiðri okkur með nærveru sinni
Jæja ég vona að þið hafið það sem best.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)