17.5.2008 | 18:35
Gaman gaman.
Ég fór á Jet black Joe tónleikana í Höllinni í gær. Það var geðveikt gaman. Fyrst kom upphitunar hljómsveit sem heitir Breath svo ótrúlega góð söngkona í þeirri hljómsveit þau tóku cover lög ótrúlega flott söngrödd þar á ferð. En svo kom Páll Rósinkrans ohhhhhhhhhhhhhhh eruð þið að djóka með kynþokkann, hann söng nokkur trúarlög sem var bara gæsahúð útí gegn. Hann er svo geggjaður söngvari. Svo skellti hann sér í leðurbuxurnar og jet black Joe meðlimir stigu á svið og gospelkórinn var með þeim líka. Mér til mikillar gleði þá voru þetta ekki standandi tónleikar þannig að ég sá á sviðið allann tímann En það var fólk þarna sem var nú ekkert að fíla að vera hlusta á JBJ sitjandi
sem ég skil reyndar mjög vel. Það var rosalega gaman og svo hitti ég svo skemmtilegt fólk. Eyþór Ingi var þarna nokkrum sætaröðum fyrir framan mig og ég var að vona allann tímann að hann færi uppá svið og tæki eitt lag með Palla en svo var því miður ekki. Hann kunni sko greinilega öll lögin (slamm slamm)
Takk Sunna mín fyrir æðislegt kvöld og takk fyrir að draga mig út
er ekki beint duglegust að blanda geði við fólk þessa dagana.
Í dag fórum við Helga Jóna svo á opið hús í leikskólanum mínum (vinnunni minni) löbbuðum uppí hvamm og gróðursettum tré og svo var drukkið heitt súkkulaði þegar við komum til baka. Eftir það fórum við svo á fjölskyldudaginn hjá stöð tvö í húsdýragarðinum. Stoppuðum stutt það var mjöööög mikið af fólki. Svo erum við mæðgur að fara passa Mikael Loga í kvöld heima hjá Hafdísi sys.
Knús á alla og verið dugleg að kvitta og þú líka Sigurveig
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)