17.7.2008 | 16:56
Sumarfrí...
Við fjölskyldan fórum í útilegu síðustu helgi með vinafólki okkar og vinafólki þeirra. Við vorum á tjaldstæði við fossinn faxa ofsalega fallegt svæði. Það rigndi eiginlega alla helgina en þrátt fyrir það keyrðum við um og skoðuðum Gullfoss og Geysi og svo kíktum við í dýragarðinn í Laugarási. Helgin var mjög skemmtielg. Þessa viku er ég eiginlega bara búin að vera í kaffiboðum og bíltúrum. Við Rósa sys fórum í bíó í gærkvöldi sáum myndina mamma mía hún er svakalega skemmtileg Svo í dag þá er ég búin að vera versla skraut fyrir brúðkaupið mitt sem er sko bara að næsta leyti
ekki nema hundrað og eitthvað dagar þangað til. Í kvöld er ég svo að fara í hvítvínshitting heheheeheheheh...
Hafið það sem best og njótið sólarinnar
Set inn myndir við fyrsta tækifæri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)