Síðasti vetrardagur.

Góðann daginn. Þetta var nú meiri dagurinn. Mætti klukkan hálf fimm í vinnuna í morgun til baka brauð fyrir styrktarsölu ég bakaði 62 brauð og þau seldust öllWink ég var frekar kát með árangurinn. Ágóðinn fer í óvissuferðina á laugardaginn og ég hlakka alveg rosalega til..... Mjög duló vísbendingar sem við erum búnar að fáPolice.

Ég fór á bókasafnið í gær og tók mér hljóðsnældur. þannig að ég hlustaði á Kristinhald undir jökli (Halldór Laxnes) við brauðbaksturinnShocking  ohhhhhhhh svo æðislega notalegt. Ég held að stelpurnar í vinnunni haldi að ég sé endanlega að missa migCrying...

Ég vona að síðasti vetrardagur verði ykkur góður og að sumarið komi með pompi og praktWhistling 

GLEÐILEGT SUMARSmileCool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Mmmm nýbökuð brauð og hef á tilfinningunni að þau séu afar ljúffeng... þar sem þú ert nú dóttir foreldra þinna og ert með genin í þetta.  Hlakka til að smakka og sammála þér með Laxnesinn!  Gleðilegt sumar!

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 23.4.2008 kl. 19:54

2 identicon

Elsku Sibba min..

þú ert SPES... á góðann hátt

sjáumst hinn daginn

Elva (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 23:06

3 Smámynd: Helga

Gleðilegt sumar elskan mín og takk kærlega fyrir veturinn

kveðja

Helga Hrönn

Helga , 24.4.2008 kl. 12:38

4 identicon

Geisp geisp ....mæta hálffimm til að fara að baka brauð!!!! Hahaha þú ert alveg met :-)  Takk fyrir veturinn og gleðilegt sumar.  Sjáumst vonandi fljótlega.  Knús og kveðjur frá Lísu frænku á Skaganum.

Lísa (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband