23.4.2008 | 15:36
Síðasti vetrardagur.
Góðann daginn. Þetta var nú meiri dagurinn. Mætti klukkan hálf fimm í vinnuna í morgun til baka brauð fyrir styrktarsölu ég bakaði 62 brauð og þau seldust öll ég var frekar kát með árangurinn. Ágóðinn fer í óvissuferðina á laugardaginn og ég hlakka alveg rosalega til..... Mjög duló vísbendingar sem við erum búnar að fá.
Ég fór á bókasafnið í gær og tók mér hljóðsnældur. þannig að ég hlustaði á Kristinhald undir jökli (Halldór Laxnes) við brauðbaksturinn ohhhhhhhh svo æðislega notalegt. Ég held að stelpurnar í vinnunni haldi að ég sé endanlega að missa mig...
Ég vona að síðasti vetrardagur verði ykkur góður og að sumarið komi með pompi og prakt
GLEÐILEGT SUMAR
Athugasemdir
Mmmm nýbökuð brauð og hef á tilfinningunni að þau séu afar ljúffeng... þar sem þú ert nú dóttir foreldra þinna og ert með genin í þetta. Hlakka til að smakka og sammála þér með Laxnesinn! Gleðilegt sumar!
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 23.4.2008 kl. 19:54
Elsku Sibba min..
þú ert SPES... á góðann hátt
sjáumst hinn daginn
Elva (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 23:06
Gleðilegt sumar elskan mín og takk kærlega fyrir veturinn
kveðja
Helga Hrönn
Helga , 24.4.2008 kl. 12:38
Geisp geisp ....mæta hálffimm til að fara að baka brauð!!!! Hahaha þú ert alveg met :-) Takk fyrir veturinn og gleðilegt sumar. Sjáumst vonandi fljótlega. Knús og kveðjur frá Lísu frænku á Skaganum.
Lísa (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 12:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.