Smá íhugun.

Ég er búin að vera hugsa eitthvað svo mikið uppá síðkastið. Mig langar svo til að vita hvað gerir vinkonu að vinkonu eða vin að vini. Hvenar hættir einhver að vera kunningja kona og verður vinkona? Eins og til dæmis þegar maður kynnist einhverri persónu, á hvaða stigi er hún orðin vinkona? Hvað gerir mig að góðri vinkonu og hvað get ég gert til að vera betri vinkona?

Endilega segið mér hvað ykkur finnstWoundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er mjög góð pæling!!!

allavega kvitt, kvitt :) sjáumst

 

Ragna (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 21:07

2 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Elsku Ásdís geturðu samþykkt mig sem vinkonu þrátt fyrir ást mína á herra Laxnes hah takk fyrir falleg orð. Hlakka til að sjá þig á morgun.

Sigurbjörg Guðleif, 25.4.2008 kl. 21:31

3 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

KJÁNI

Sigurbjörg Guðleif, 26.4.2008 kl. 11:42

4 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Elsku barnið mitt. Ég skal seigja þér þetta þú sérð þetta um næstu jól þá sérðu hvort þú dettur útaf jólakortalistanum,ef þú ert inni þá ertu hólpin.

Guðjón H Finnbogason, 26.4.2008 kl. 21:04

5 identicon

Sibba mín, þú ert snilld!

Ég hef oft spáð í þessu líka og hér koma mínar pælingar:

Sko, Mér finnst vinkona eða vinur vera sú manneskja sem er til staðar fyrir mann sama á hverju gengur hjá manni. Sú/sá sem hlustar á mann af áhuga og kjaftar ekki neinu um mann sem maður er ekki stoltur af eða um eitthvað viðkvæmt mál sem snertir mann. Hún/hann talar ekki illa um mann og þykir vænt um mann. Og hefur samband  (lætur ekki bara mig hafa samband við sig).

Maður getur átt góða vini þó maður heyri ekki í þeim mánuðum saman, þegar maður heyrist eða hittist og kjaftar, er eins og maður hafi ekki gert annað.

Ég held að kunningjakona verði vinkona manns um leið og sambandið verði nánara, maður fer að sækja í hvor aðra meira en áður og maður treystir henni. Þegar manni langar virkilega að vera í nánu sambandi við viðkomandi og fílar hana í botn. Haha

 Góð vinkona er að mínu mati góð manneskja, heiðarleg, traust, áhugasöm um mig og mitt, góður hlustandi, skemmtileg er ekki slæmur eiginleiki, og fyndin ekki heldur.

Já, að mínu mati hefur þú alla þessa ofangreindu kosti og veit ekki hvað það er sem þú þyrftir að bæta.....eða jú, haha..........eitt.........

ÞÚ MÁTT KOMA OFTAR Í HEIMSÓKN TIL MÍN!!!

KÆR KVEÐJA EBETA FRÆNKA

Elísabet frænka (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 16:18

6 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Hahahah Ebeta þú ert sko líka snilld:) Já ég skal bæta mig í heimsóknunum. Ég er sko ekki dugleg að heimsækja vini mína

Takk fyrir mig og ég elska þig í botn ská sys

Sigurbjörg Guðleif, 1.5.2008 kl. 19:06

7 Smámynd: Hafdís Lilja Pétursdóttir

Samband sem er skilyrðislaust flokka ég undir vinskap.  Þá bæði kyn.

Gerði verkefni í sálfræði ásamt fleirum um vináttu. Einstaklingar af báðum kynjum og flokkaðir eftir aldri svöruðu nokkrum spurningum.

Minnistæðast er karlmenn voru með mikið þrengri skýringu á hvað væri vinir en konur.  Þeir áttu að jafnaði einn vin.  Konur áttu margar vinkonur enda mjög víð skýring á vinkonuhugtakinu hjá þeim flestum

Njóttu dagsins. 

Hafdís Lilja Pétursdóttir, 4.5.2008 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband