Helgin liðin og vikan byrjuð með trukki.

Við fórum austur á Hellishóla á laugardaginn með tjaldvagninn í eftirdragi. Okkur lá svo á að komast í útilegu að við gleymdum að fylla gaskútana og gleymdum einnig mikilvægum kassa fyrir tjaldvagninn heheheheh heima hjá múttu og pabba en þar sem ég á svo úrræðagóðan mann þá reddaðist það. Ekki orð um það meir. Við vorum semsagt á Hellishólum tvær nætur. Öll aðstaða þarna er til fyrirmyndar og allt svo snyrtilegt. Það var reyndar fólk þarna með krossara og voru að hjóla inná svæðinu sem var frekar pirrandi þar sem það eru doldið mikil læti í svona tæki svo ekki sé nú talað um bensín lyktina. En við vorum rosalega heppin með veður. Það rigndi á næturnar og sól og blíða á daginnCool Mig langar bara að fara fljótlega aftur í svona afslöppun. Helga Jóna var bara ein með okkur og leiddist svolítið en var samt voða góð að dunda sér.

Vinnan byrjaði svo í dag með trukki, margt skemmtilegt frammundan.                                                                                    Knús og kossar

 

Unnur mín skoðaðu myndirnar þær eru sönnunLoLGrin

Hellishóalr. Hvítasunna 2008 039

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er svo gaman í útilegu :)

Það væri gaman að fara í "fjölskyldu/vinnu" útílegu í sumar. ?!?!!? Það hefur nú verið gert 1x

Með trukki.. já það er rétt til orða tekið. sjáumst á morgun!!! Hressar

Elva (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 19:59

2 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Elva Hlakka til að sjá þig á morgun.      Ásdís mín þú getur nú ekki verið allstaðar og meðtekið allt slúðrið  Þú veist að allt gerist og fréttist í eldhúsinu hehehe djók.  Takk Jórunn

Sigurbjörg Guðleif, 13.5.2008 kl. 21:51

3 Smámynd: Landi

Dauðöfunda ykkur af þessari útilegu  vonandi kemst maður fljótlega í þá fyrstu og fyrsta veiðitúrinn

Landi, 14.5.2008 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband