17.5.2008 | 18:35
Gaman gaman.
Ég fór á Jet black Joe tónleikana í Höllinni í gær. Það var geðveikt gaman. Fyrst kom upphitunar hljómsveit sem heitir Breath svo ótrúlega góð söngkona í þeirri hljómsveit þau tóku cover lög ótrúlega flott söngrödd þar á ferð. En svo kom Páll Rósinkrans ohhhhhhhhhhhhhhh eruð þið að djóka með kynþokkann, hann söng nokkur trúarlög sem var bara gæsahúð útí gegn. Hann er svo geggjaður söngvari. Svo skellti hann sér í leðurbuxurnar og jet black Joe meðlimir stigu á svið og gospelkórinn var með þeim líka. Mér til mikillar gleði þá voru þetta ekki standandi tónleikar þannig að ég sá á sviðið allann tímann En það var fólk þarna sem var nú ekkert að fíla að vera hlusta á JBJ sitjandi sem ég skil reyndar mjög vel. Það var rosalega gaman og svo hitti ég svo skemmtilegt fólk. Eyþór Ingi var þarna nokkrum sætaröðum fyrir framan mig og ég var að vona allann tímann að hann færi uppá svið og tæki eitt lag með Palla en svo var því miður ekki. Hann kunni sko greinilega öll lögin (slamm slamm) Takk Sunna mín fyrir æðislegt kvöld og takk fyrir að draga mig út er ekki beint duglegust að blanda geði við fólk þessa dagana.
Í dag fórum við Helga Jóna svo á opið hús í leikskólanum mínum (vinnunni minni) löbbuðum uppí hvamm og gróðursettum tré og svo var drukkið heitt súkkulaði þegar við komum til baka. Eftir það fórum við svo á fjölskyldudaginn hjá stöð tvö í húsdýragarðinum. Stoppuðum stutt það var mjöööög mikið af fólki. Svo erum við mæðgur að fara passa Mikael Loga í kvöld heima hjá Hafdísi sys.
Knús á alla og verið dugleg að kvitta og þú líka Sigurveig
Athugasemdir
Gaman að sjá þig í gær! Já, þetta voru fínustu tónleikar.. en þú varst greinilega í betra sæti en ég
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 17.5.2008 kl. 19:46
Já hún er voða barnakerling. Enda bíður hún eftir systkyni og ég því miður þarf að hafa doldið mikið fyrir því en vonum að það komi:) Þið eruð velkomin til okkar hvenar sem er. Gulla þætti örugglega ekkert leiðinlegt að róta í Bratz dótinu hennar Helgu Jónu hahahahahaha
Sigurbjörg Guðleif, 17.5.2008 kl. 21:05
Hæ Sibba mín og takk fyrir síðast,og takk æðislega fyrir að passa Mikael Loga
Verst að hafa ekki náð neitt að spjalla, ekki einu sinni drekka eitt pepsi max saman En við bara bætum úr því næst.
þín stóra syss.
Lilja Hafdís (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 15:05
Maður þorir ekki öðru en að kvitta kv.Sigurveig
Sigurveig (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 21:47
Takk fyrir skemmtileget kvöld krúsla, þetta var stuð ;) Eyþór fór á kostum slammandi í sætinu hahaha..... fyndinn líka konan sem datt næstum því alltaf á mig þegar hún labbaði framhjá mér hahahahaha
Love ya sys, hlakka til að sjá þig í kvöld...
Sunna Dögg (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 10:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.