7.7.2008 | 20:08
Þoka
Ég heyrði mjög skondna sögu í dag. Ég var eitthvað að hallmæla þokunni í dag þá sagði mér kona sem er mjög svo gaman að tala við því hún kann svo mikið af skemmtilegum sögum, að þokan væri prinsessa í álögum og hún losnaði ekki úr álögum fyrr en við hættum að hallmæla blessuðu þokunni. Þannig að blessuð prinsessan losnar ekki úr álögum eða hvað????
Hvað finnst ykkur um þessa sögu?
Athugasemdir
Bara gaman að heyra svona sögur........þó svo að maður trúi ekki á þær............þá held ég að tilveran væri mjög grá og leiðinleg ef þær væru ekki til staðar.
sí jú
kveðja
Helga , 7.7.2008 kl. 23:45
Jæja ekkert að gerast?
eigum við eitthvað að ræða það?
Helga , 11.7.2008 kl. 19:08
Svei mér þá ef þetta sé bara ekki satt,tala nú ekki um margan skipstjórann sem leitað hefur af neta eða línu bauju eftir að komið er í punktinn og ekki fundið hana í fyrstu,síðan bölvað henni svo svakalega að þokan hefur jafnvel orðið svartari :)
Landi, 11.7.2008 kl. 22:06
OK please viltu blogga .............sakna þess ógó mikið.
Knús og kossar
lov
kveðja
Helga , 16.7.2008 kl. 15:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.