4.12.2008 | 16:27
Nokkrir dagar til jóla;)
Ég ætla að pikka inn smá bloggi.
Um síðustu helgi fórum við nokkrar kellur í sumarbústað til að föndra fyrir jólin. Þetta var mjög svo gaman og fræðandi. hehe svo ekki sé nú meira sagt, einn bumbubúi var með í för Elskulega vinkona til hamingju með þessar frábæru fréttir. Á laugardeginum fórum við, Ég, Rósa og Beta í Borganes að skoða menninguna æ það var svo næs setttumst inná kaffihús og kíktum í föndurbúðina hehe jájá ég held að það sé bara ein föndurbúð þarna. Í þessari menningarferð keypti ég þrjár jólagjafir:) og Rósa gaf mér nýja diskinn með Ragga Bjarna hann er æði.. ohhh þessi maður er bara snillingur. Á meðan ég fór í föndurferð var Helga Jónan mín í pössun hjá Stebba og krökkunum það var nú nóg að gera hjá honum greyinu því að bæði börnin hans löggðust í ælupest En Helga Jóna var víst dugleg að hjálpa honum. Takk Stebbi minn fyriri pössunina
En á þriðjudaginn laggðist svo prinsessan svo í gubbu ojjj þetta er ógeðslegt var mikið að spá í að hringja í Stebba og kalla á hjálp frá honum þar sem hann er í góðri æfingu En allavega þá er bara allt fínt að frétta. Í gærkvöldi klukkan sjö fór ég í myndatöku niðrá lansa Rósan mín fór með mér. Fór í segulómun þeir sem hafa farið í svoleiðis vita að þetta er nú ekki beint þægilegt maður fer inn í hólk og er þar í smá stund sem er nú bara doldið löng þegar maður fær innilokunarkennd en ég hugsaði bara um jólin og jólasveina og tíminn leið frekar hratt. Svo vona ég bara að læknirinn fari að hringja til að segja mér hvað er að mér í hendinni...
En allavega þá er voðalega lítið að frétta héðan bara undirbúa jólin og meira segja búin að skreyta jólatréð.
Jólaknús á ykkur kæru vinir:)
Athugasemdir
Bumbubúi???? ég er forvitin ....en heyrðu elskan ...gleymdirðu ekki að nefna Skagaferðina En nú þarf ég að fara að hringja í þig !! segulómun!! Af hverju fórstu í það??? Kveðja Lísa
Lísa (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 23:56
ohhh það var svo æðislega nice í bústaðnum :) geggjað flott veður og kósý ;) love it. já stebbi minn var ekki eins heppinn greyið en Helga Jóna var sko aldeilis dugleg að hjálpa honum þessi elska hún er svo mikið æði. hlakka til að sjá þig á morgun í jólaföndrinu ;) lov jú sæta spæta hehe
Rósa María (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.