31.10.2008 | 10:37
Síðasti dagur sem ógift kona:)
Þá er kjóllinn kominn í hús og ég get ekki annað en dáðst af honum. Hann er svo ofboðslega flottur. Fórum á æfingu í kirkjunni í gær það var mjög gaman Bolli prestur er svo mikil snilld hann er svo hress og skemmtilegur:) Allir sem koma að athöfninni voru mættir á svæðið og skemmtu sér vel.
Nú sit ég við eldhúsborðið drekk kaffi og blogga einhverja vitleysu:) Ég er búin að vera hugsa undanfarna daga hvað ef ég dett og kjólinn verður blautur og skítugur rétt fyrir athöfn, ef ég dett og fótbrotna og í staðinn fyrir að vera í krirkjunni klukkan þrjú verð ég uppá slysó, ef ég dett nú kannski bara inn kirkjugólfið, ef ég stíg á kjólinn og ríf hann....ef ef ef ef ef ef ef ef ef ......
En alla vega í kvöld förum við og skreytum salinn og við erm svo einstaklega heppin að eiga góða að sem eru til í að hjálpa til, þannig að það verður margt um manninn í salnum:)
En allavega þá vona ég að þið hafið það sem best og haldið áfram að vera dugleg að kvitta:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
26.10.2008 | 23:06
Afmælisdagur einkadótturinnar...
Á morgun, mánudaginn 27. okt á hún dóttir mín 11 ára afmæli. Að venju verður mikið um hátíðarhöld því kl 14 mætir bekkurinn í bekkjarpartý og svo klukkan 17 koma svona þeir nánustu í kaffisopa:)
En almáttugur hvað mér finnst samt stutt síðan ég var með hana litla. En tíminn líður sem betur fer:)
Svo á laugardaginn rennur stóra stundin upp. Það er allt að verða klárt og mætti ætla að um kaffileiti á laugardaginn værum við Friðgeir orðin hjón. Nema að hann hætti við kall álkan.... Næstu dagar fara í ýmiskonar reddingar, vax, neglur, fund í salnum, skipurleggja matseðil fyrir veisluna og margt fleira. Þar sem efnahagurinn er eins og hann er ætlum við einungis að hafa freyðivín til að skála og sleppa áfengi með matnum:) Enda höfum við ekki gott af því að þamba of mikið áfengi því fyrir suma er áfengi böl
Jæja elskurnar best að halda áfram að baka fyrir prinsessuna. Já og Unnur mín til hamingju með afmælið í dag
Verið dugleg að kvitta:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
17.10.2008 | 18:39
Helga Jóna og Viktor Ágúst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.10.2008 | 19:46
Jahérna hér...
![]() |
Rekin úr búð í Danmörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.10.2008 | 15:59
HJÁLP
Okkur Friðgeiri langar svo að hafa einnota myndavélar á hverju borði í brúðkaupinu. Við erum búin að leita í Bónus og krónunni en þeir eru hættir að selja þær. Við týmum ekki að kaupa einnota vélar í kodak eða Pixlar fyrir 1790kr....... Lái okkur hver sem vill.
Hafið þið einhverja hugmynd um hvar ég gæti keypt þetta???? Mig vantar sko 15stk...
Með von um hjálp
Sibba
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.10.2008 | 18:06
Gæsun númer tvö











Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
9.10.2008 | 17:26
Einhver mundi líkja þessu við guðlast..
Þetta er nýr texti við lagið söknuð með Villa Vil
Mér finnst ég varla heill né hálfur maður Og heldur blankur, því er verr Ef væri aur hjá mér, væri ég glaður Betur settur en ég er
Eitt sinn verða allir menn að borga
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt verð ég að segja,
að lánið fellur allt of fljótt.
Við gátum spreðað, gengið um,
gleymt okkur í búðunum.
Engin svör eru við stjórnarráð
Gengið saman hönd í hönd,
Saman flogið niður á strönd.
Fundið stað, sameinað beggja lán.
Horfið er nú hlutabréf og lánsfé
Í veski mínu hefur eymdin völd
Í dag ræður bara sultarólin
Nú einn ég sit um skuldavönd
Eitt sinn verða allir menn að borga
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt verð ég að segja,
að lánið fellur allt of fljótt.
Ég horfi yfir bankann minn
Hugsi hvort hann hleypi mér inn
Ég alltaf gat treyst á þig
Í að fjármagna mig
Ég reyndar skulda allstaðar
Þá napurt er, það næðir hér
og nístir mig.
Nýji texti við ísland er land þítt
Ísland var land mitt, ég aldrei því gleymi, Ísland í gjaldþroti sekkur í sæ, íslensku krónun´í banka ei geymi við íslenska hagkerfið segi ég bæ, Ísland í erfiðum tímum nú stendur Íslenska stjórnin hún failar margfallt Íslenski seðillinn er löngu brenndur Ísland er landið sem tók af mér allt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.10.2008 | 21:51
Skemmtum okkur:)
Ég nenni ekki að skrifa um kreppu og krepputal nema það að ég er alveg viss um að það er hægt að tala upp kreppu því meira sem er talað um hana því meira er gert úr henni. Ég er ekki að meina að það eigi að loka augunum fyrir erfiðum tímum en bara að anda inn og út og taka bara einn dag í einu.
Síðasta laugardag var prinsinn í Hagaselinu skírður og fékk það fallega nafn Viktor Ágúst ég var reyndar búin að spá nafninu Alexander Ágúst En nafnið sem hann fékk er mjög fallegt. Það var skírt heima hjá Tengdó og veisla á eftir sem tókst mjög vel.
Annars er bara lítið að frétta þannig sko, það styttist í brúðkaupið og spennandi dagar framundan þannig að það er bara skemmtileg heit á næstunni:)
Ég vona að þig hafið það sem best..
Verið dugleg að kvitta:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)