Færsluflokkur: Bloggar
13.1.2009 | 14:42
Nýtt ár nýjar fréttir...... eða hvað?
Komið þið nú sæl og blessuð kæru vinir og gleðilegt ár. Þar sem ég er svo löt við að blogga þessa dagana þá ætla ég bara að taka smá pásu.
Hafið það gott
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.12.2008 | 16:16
Hvað er í gangi?????
Ég er nú ekki mikið inní mótmælum og svoleiðis hlutum. En hverju er fólk að mótmæla þegar það grýtir eggjum í hús og bíla sem geta enga björg sér veitt eða skemma tæki og tól sjónvarpsstöðvar sem var á staðnum í þeim tilgangi að tala við stjórmála menn og krefjast almennilegra svara. í átján ár hefur stöð 2 verið með þáttinn kryddsíld sem mér persónulega finnst mjög fínn og vel unninn þáttur. Svo er starfsfólk stöðvar 2 slasað eftir átökin.... Hvað hefur það gert af sér??Ég skil ekki svona lagað. Hver er tilgangurinn? Afhverju er ekki bara hægt að mótmæla án þess að skemma? Ég kæri mig ekki um að fólk sé að mótmæla fyrir mína hönd. Hef oft heyrt að fólk segist vera mótmæla fyrir hönd þjóðarinnar, mér finnst það útí hött.
Hvað var málið til dæmis niður á Hótel Borg í dag? Ég skil ekki hvað er í gangi. Ég er svo miður mín yfir þessu öllu saman. Ég veit að það eru margir ósammála mér þannig að ég væri alveg til í að fá ykkar hlið á málinu. Kannski er ég bara svona biluð að ég sé ekki alveg tilganginn með þessu. Mér finnst sko alveg að einhverjir eigi að segja af sér og allt það en er ekki erfitt að ákveða hverjir það ættu að vera og ef við myndum kjósa aftur hverjum gætum við treyst????? Við fáum ekki svör við því með að skemma eigur annarra.
En allavega ég vona að þið hafið það gott á gamlárskvöld og gangið hægt um gleðinnar dyr.
Kv Sibba.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.12.2008 | 10:52
Jól fyrir jólabörn:)
Elskulega fjölskylda mín og vinir ég vil óska ykkur gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs. Með von um góða heilsu og jákvæðni á komandi ári. Takk fyrir allan stuðninginn á árinu og yndislega samveru í brúðkaupinu okkar
Jólakveðja Sibba og fjölskylda í Sibbukoti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.12.2008 | 20:21
AAAAlveg að koma jól:)
Á föstudaginn fórum við hjónin á jólahlaðborð með vinnunni minni á Grand Hótel. Þar sem Friðgeir átti afmæli þann dag ákvað ég að gefa honum gistingu eina nótt á hótelinu fyrir okkur bæði það var æðislega gaman og góður matur. Á laugardeginum þegar við vorum búin að skila af okkur hótelherberginu fórum við í kringluna og kláruðum að kaupa jólagjafirnar þannig að við fíluðum okkur alveg eins og útlendingar.
Á sunnudaginn fórum við Helga Jóna svo á jólatónleka í Grafarvogskirkju þar sem Ellen Inga frænka var að syngja með kórnum sínum og hún var svo mikið sætust hún skotta litla:)
En mig langar svo til að segja ykkur frá disk sem ég var að kaupa mér. Áslaug sem söng í brúðkaupinu okkar var að gefa út disk og hann er bara æðislegur. Ég fékk hann sendann í pósti í dag og hann er algjör snilld. Endilega kíkið á þetta, hann kostar ekki nema 2000kr og eins og ég segi algjör snilld
Knús á ykkur kæru vinir
Bloggar | Breytt 16.12.2008 kl. 09:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2008 | 16:27
Nokkrir dagar til jóla;)
Ég ætla að pikka inn smá bloggi.
Um síðustu helgi fórum við nokkrar kellur í sumarbústað til að föndra fyrir jólin. Þetta var mjög svo gaman og fræðandi. hehe svo ekki sé nú meira sagt, einn bumbubúi var með í för Elskulega vinkona til hamingju með þessar frábæru fréttir. Á laugardeginum fórum við, Ég, Rósa og Beta í Borganes að skoða menninguna æ það var svo næs setttumst inná kaffihús og kíktum í föndurbúðina hehe jájá ég held að það sé bara ein föndurbúð þarna. Í þessari menningarferð keypti ég þrjár jólagjafir:) og Rósa gaf mér nýja diskinn með Ragga Bjarna hann er æði.. ohhh þessi maður er bara snillingur. Á meðan ég fór í föndurferð var Helga Jónan mín í pössun hjá Stebba og krökkunum það var nú nóg að gera hjá honum greyinu því að bæði börnin hans löggðust í ælupest En Helga Jóna var víst dugleg að hjálpa honum. Takk Stebbi minn fyriri pössunina
En á þriðjudaginn laggðist svo prinsessan svo í gubbu ojjj þetta er ógeðslegt var mikið að spá í að hringja í Stebba og kalla á hjálp frá honum þar sem hann er í góðri æfingu En allavega þá er bara allt fínt að frétta. Í gærkvöldi klukkan sjö fór ég í myndatöku niðrá lansa Rósan mín fór með mér. Fór í segulómun þeir sem hafa farið í svoleiðis vita að þetta er nú ekki beint þægilegt maður fer inn í hólk og er þar í smá stund sem er nú bara doldið löng þegar maður fær innilokunarkennd en ég hugsaði bara um jólin og jólasveina og tíminn leið frekar hratt. Svo vona ég bara að læknirinn fari að hringja til að segja mér hvað er að mér í hendinni...
En allavega þá er voðalega lítið að frétta héðan bara undirbúa jólin og meira segja búin að skreyta jólatréð.
Jólaknús á ykkur kæru vinir:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.11.2008 | 18:06
Jólin jólin.......
Mig langaði bara til að segja ykkur að ég var að setja inn nokkrar smáköku uppskriftir inná uppskriftarsíðuna mína blog.central.is/sibbu
Ég setti inn þrjár af mínum uppáhalds sem ég var að baka í dag:) en ætla að setja fleiri inn á næstunni.
Njótið vel:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.11.2008 | 11:45
Ást er......
..Fagfólk lagði spurninguna fyrir hóp af 4 8 ára börnum, Hvað þýðir Ást?
Svörin voru fjölbreyttari og dýpri en nokkurn grunaði. Bara snilld :)
'Þegar amma mín fékk liðagigtina gat hún ekki
beygt sig niður til að lakka táneglurnar lengur.
Svo að Afi minn gerði það alltaf fyrir hana jafnvel
eftir að hendurnar hans fengu liðagigt líka. Það er Ást.'
Rebekka 8 ára
'Þegar einhver elskar þig, segja þeir nafnið þitt öðruvísi.
Þú bara veist að nafnið þitt er öruggt í munninum á þeim.'
Billy 4 ára
'Ást er þegar stelpa setur á sig ilmvatn og strákur setur á sig rakspíra
og þau fara út og lykta af hvort öðru.'
Karl 5 ára
'Ást er þegar þú ferð út að borða með einhverjum og hann gefur þér frönskurnar
sínar án þess að láta þig gefa sér nokkuð af þínum eigin.'
Chrissy 6 ára
Ást er það sem lætur þig brosa þegar þú ert þreytt.'
Terri 4 ára
'Ást er þegar Mamma gerir kaffi handa Pabba,og hún tekur sopa áður en hún gefur honum það til að vera viss um að bragðið sé í lagi.'
Danny 7 ára
'Ást er þegar þið kyssist öllum stundum. Síðan þegar þið eruð þreytt á að kyssast viljið þið enn vera saman og tala meira.
Mamma mín og Pabbi eru þannig. Það er ógeðslegt þegar þau kyssast'
Emily 8 ára
'Ást er það sem er með þér í stofunni á Jólunum ef þú stoppar að taka upp gjafirnar og hlustar.'
Bobby 7 ára (Vaá!)
'Ef þú vilt læra að elska meira skaltu byrja á vini sem þú hatar,'
Nikka 6 ára
(við þurfum nokkrar milljónir af Nikkum á þessa jörð)
'Ást er þegar þú segir strák að þér finnist skyrtan hans falleg,
og þá gengur hann í henni alla daga.'
Noelle 7 ára
'Ást er eins og lítil gömul kona og lítill gamall maður sem eru
enn vinir jafnvel eftir að þau kynnast hvort öðru svo vel.'
Tommy 6 ára
'Þegar ég var með píanótónleikana mína, var ég á sviði og ég var hrædd.
Ég leit á allt fólkið sem horfði á mig og sá Pabba minn veifa og brosa.
Hann var sá eini sem gerði það. Ég var ekki hrædd lengur'
Cindy 8 ára
'Mamma mín elskar mig meira en nokkur annar.
Þú sérð engan annan kyssa mig góða nótt á kvöldin.'
Clare 6 ára
'Ást er þegar Mamma gefur Pabba besta hlutann af kjúklingnum.'
Elaine - 5 ára
'Ást er þegar Mamma sér Pabba illa lyktandi og sveittan
og segir enn að hann sé myndarlegri en Robert Redford.'
Chris 7 ára (aumingja mamman hefur greinilega aldrei séð Ragga Bjarna, það er sko sjarmi.is)
'Ást er þegar hvolpurinn þinn sleikir þig í framan
eftir að þú skildir hann eftir einan allan daginn.'
Mary Ann 4 ára
'Ég veit að stóra systir mín elskar mig vegan þess hún gefur mér
öll gömlu fötin sín og verður að fara í búðina og kaupa ný.'
Lauren 4 ára
'Þegar þú elskar einhvern, fara augnhárin upp og niður
og litlar stjörnur koma út úr þér.' (þvílík sýn)
Karen 7 ára
'Þú ættir ekki að segja Ég elska þig nema þú meinir það.
En ef þú meinar það áttu að segja það oft. Fólk gleymir.'
Jessica 8 ára
Og að lokum:
4 ára gamall drengur átti gamlan herramann að nágranna sem hafði nýlega misst konuna sína.
Þegar hann sá gamla manninn gráta, fór litli drengurinn inn í garð herramannsins, klifraði upp í kjöltu hans og bara sat þar.
Þegar móðir hans spurði hann hvað hann hafði sagt við gamla manninn svaraði hann: Ekkert. Ég bara hjálpaði honum að gráta
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.11.2008 | 13:26
Bloggiddíblogg
Er ekki komin tími á blogg frá sibbulínu?
Ég er búin að vera veik í tæpar þrjár vikur með stíflaðar einnis og kinnholur, kvef og hita. Alveg mín heppni að vera með 39stiga hita á brúðkaupsdaginn minn:) en ég skemmti mér vel og átti mjög yndiselgan dag. Við Friðgeir fórum í bústað í tæpa viku eftir brúðkaupið og ég lá veik allann tímann:( En ég er að lagast sem betur fer. Er að klára pensilín skammt númer tvö.
Ég er búin að skreyta fyrir jólin og á bara tréð eftir en það er nú ekki langt í að ég sæki það úr geymslunni.
Ég er svo heppin að vera gift eðal manni. Honum finnst bara gaman að skreyta svona snemma og seigir að manni eigi að líða vel í skammdeginu, og mér líður best í jólaljósunum og kertaljósi:)
Þá er komið nóg frá mér í bili. Vona að þið hafið það sem best.
Munið að kvitta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.11.2008 | 16:41
Gullkorn dagsins...
Gullkorn dagsins
- Hefur þú nokkur tíma óskað þess að aðrir í fjölskyldunni vissu hversu vænt þér þykir um þá og hvað þeir eru þér mikils virði? Farðu og segðu þeim það. -
engin vísa er of oft kveðin Tíminn sem fer í hönd er tími fjölskyldunnar....notið hann vel...Eigið góða helgi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.11.2008 | 19:39
Loksins orðin frú:)
Takk allir fyrir fallegar kveðjur og þið sem voruð svo heppin að vera með okkur þennan dag takk kærlega fyrir okkur.
Ég var að setja inn myndir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)