Færsluflokkur: Bloggar

Góða helgi og njótið lífsins:)

Að fyrirgefa er eins og að gefa fanga frelsi  og uppgötva að fanginn ert þú sjálfur 

Geðhverfa Sibbulínu

Mig langar til að deila með ykkur pælingu sem ég ritaði niður á blað í niðursveiflu sem bankaði uppá hjá mér um helgina og í gær. Ég tek það fram að ég er ekki að biðja um vorkun.

Þegar ég sem geðhvarfasjúklingur fer í niðursveiflu  þá verður allt svo ómögulegt og ég byrja að spá í afhverju ég sé jafn ómöguleg og ég er. Eins og til dæmis er ég að fara gifta mig og ég hef haft svo góðann tíma til að vera dugleg í ræktinni og ef þetta er ekki ástæða til að taka af sér nokkru aukakíló þá veit ég ekki hvaða ástæðu ég gæti haft. Mér finnst svo óendanlega leiðinlegt í ræktinni, ég er búin að prófa svo margt, konuleikfimi, sundleikfimi,spinning, göngubretti, tæki, Curves, göngutúra, hoppuleikfimi mér finnst þetta allt jafn leiðinlegt sama hvað ég reyni að gera þetta skemmtilegt. Og ennþá er ég jafn þung og þegar við Friðgeir ákváðum að gifta okkur. Ég hef valdið mér svo miklum vonbrigðum hvað þetta varðar og ég bara get orðið biluð á því að hugsa um þetta.  Svo finnst mér bara tilhugsunin við mánudaga alveg skelfileg ég þoli ekki mánudaga, ég bara þarf að eyða öllum sunnudeginum í að sannfæra mig um að mánudagur sé bara dagurinn við hliðina á þriðjudegi en það veit guð að þetta er bara ekki svo einfalt. Ég bað um frí í fjóra mándudaga í röð um daginn, það var unaðslegt þá bara átti ég frí og fékk ekki þennann hnút í magann dagana áður. Í gær var svo  fyrsti mánudagurinn  eftir þetta frí og ég meikaði ekki að fara í vinnuna, var með dúndrandi hausverk og magaverk er farin að halda að þetta sé bara á sálinni. Mér líður mjög vel í vinnunni og á mjög góðar vinkonur þar þannig að þessi kvíði kemur vinnunni ekkert við. Svo fór ég í vinnuna í dag og það var mjög gaman heheh þetta er svo kjánalegt.

Ég á mjög svo yndislegan (tilvonandi) mann sem umber mig þegar mér líður svona ílla og hann hefur aldrei þrýst á mig að gera eitthvað í mínum málum hvað hreifingu varðar, svo ekki get ég kvartað yfir því. Hann er duglegur að koma mér á óvart kemur reglulega með gjafir handa mér í vinnuna og heim. Hann er mjög rómantískur og afsaplega umburðalindurJ Ég á líka yndislega dóttur.

En samt er allt ómögulegt þegar lægðin kemur yfir. Þetta er svo hræðileg líðan að ég vildi að ég gæti losnað við þennan djöful af mér. Það er svo vont að hafa svo lítið sjálfstraust að maður trúi því ekki þegar fólki langar til að vera vinir manns eða eiga einhver samskipti við mann. Nýlega eignaðist ég vinkonu og ég var búin að hitta hana nokkrum sinnum og í fyrstu skiptin sem ég hitti hana var ég með hnút í maganum, svo áttaði ég mig á því að ég var skíthrædd um að hún væri bara að látast vera vinkona og mundi svo bara hlæja að mér. Æ þetta er svo kjánalegt að skrifa þetta en ég verð að koma þessu frá mér. Stundum fer ég ekki í boð þar sem ég þekki fáa því að ég er svo hrædd við ókunnugt fólk og hvað það hugsar um mig. Stundum finnst fólkinu mínu ég sína því lítinn áhuga og komi sjaldan þegar mér er boðið í veislur en þetta er ástæðan. Þegar mér líður eins og mér líður í dag þá get ég ekki hugsað mér að vera í sama húsi og þó ekki séu nema tveir sem ég ekki þekki.

En ég er semsagt að fara til læknis aftur í næstu viku því að hann heldur að lyfin séu hætt að virka eina ferðina enn. Og eigum við að ræða hvað ég hef oft glímt við það. Það getur tekið langan tíma að finna réttu lyfin og loksins þegar þau finnast þá virka þau í eitt ár max. Þegar ég byrja á nýjum lyfjum getur það tekið 6-8 vikur að koma í ljós hvort þau séu að virka eða ekki og á meðan líður mér svo svakalega ílla að mig langar mest til að vera bara inn í bómul.

Takk fyrir að eyða ykkar tíma í að lesa þetta.

Kv Sibba


Klukk

Já ég var klukkuð af Helgu Hrönn (Reynalds) og best að svara því núna:

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina

  • Búðarkona
  • Aupair
  • Eldhús landspítalanns
  • Eldhús leikskóla
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á
  • Chocolate

  • keeping up the faith

  • Mýrin
  • 27 dresses

 

Fjórir staðir sem ég hef búið á

  • Reykjavík

  • Grindavík

  • Sauðárkrókur

  • Þýskaland

    Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar

  • Monk

  • Cold case

  • Grey´s anatomy

  • Gossip girl

 

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum

  • Florida
  • krít 
  • Dominikansa lýðveldið
  • Mallorka

  Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg

  • mbl.is
  • visir.is 
  • goggle.is
  • y8.com

Fernt sem ég held uppá matarkyns

  • Soðinn fiskur
  • Lambakjöt í karrýsósu 
  • Kjúklingabringur
  • Kjötsúpa

 


  Fjórar bækur sem ég hef lesið oft
  • Allar bækur eftir Arnald Indriða.
  • Annars les ég ekki bækur oftar en einusinni

Fjórir bloggarar sem ég klukka  

  • Ásdís
  • kokkurinn
  • Áslaugh
  • Doddilitli

 

 


Góð orð....

- Bestu og fegurstu hluti veraldar er ekki hægt að sjá eða snerta.... heldur finnum við fyrir þeim í hjörtum okkar.  - 

 


Ómæ...

.. ég man sko þegar ég var busuð fyrir mörgum árum í MK ég var látin leika sæðisfrumu uppá sviði fyrir framan heilan helling af fólki. Það var sko niðurlægjandi. Man ekki eftir neinu öðru ömurlegu þennan dag, þetta var alveg nóg fyrir mig.
mbl.is Varað við busavígslum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleði dagur:)

Elskulega vinkona mín hún Helga Hrönn á afmæli í dagLoL

Hjartanlega til hamingu elskan mín og njóttu dagsins.... Elska þig og virði alla tíð..


Sammála.

Valtýr Björn var í viðtali á Bylgjunni áðan um orðuveitingarnar í gær og ég er svo hjartanlega sammála honum að það er kjánalegt að skilja nokkra úr handbolta hópnum útundan. Eins og nuddari liðsins t.d. búin að vera í liðinu í tíu ár eða eitthvað álíka.

Valtýr Björn ég er svooooooooo sammála þér. Þú ert algjör snilldInLove


Stutt eftir í stóra daginn:)

Það eru bara 73 dagar í brúðkaupið okkar Friðgeirs og við getum varla beðið. Það er allt að verða tilbúið nema eitt atriði en það er líka bara allt í lagi að eiga eitthvað eftir. Ég er nú ekki búin að vera eins dugleg í ræktinni eins og ég ætlaði og er eiginlega bara fúl útí sjálfa mig fyrir þaðErrm 

 Ég get ekki alveg ákveðið hvað ég að gefa Friðgeiri í morgungjöf en ég hlýt að finna eitthvaðInLove 

Annars er bara lítið að frétta svosem. Það fer að líða að því að Gróu og Ingólfs prins fæðist ohhhhh ég get ekki beðið eftir að hann fæðist. Ég held að þau séu með eiginlega allt tilbúið, þau eru  svo dugleg. Alltaf svo spennandi að koma með fyrsta barnGrin

Verið nú dugleg að kvitta... Knús og kossar


Stal þessu af blogginu hennar Ásdísar:)

Þú veist að það er 2008 ef.....

1. Þú ferð í Party og byrjar að taka myndir fyrir bloggið þitt.
2. Þú hefur ekki spilað kapal með alvöru spilastokk í nokkur ár.
3. Ástæðan fyrir því að þú ert ekki í sambandi við suma vini þína er af því
þeir eru ekki að blogga, ekki á MySpace og eða á Facebook .
4. Þú leitar frekar um alla íbúð af fjarstýringunni í stað þess að ýta bara
á takkann á sjónvarpinu.
6. Kvöldstundir þínar snúast um að setjast niður fyrir framan tölvuna.
7. Þú lest þennan lista kinkandi kolli og brosandi.
8. Þú hugsar um hvað það er mikil vitleysa að lesa þennan lista.
9. Þú ert of upptekin/nn að taka eftir  númer fimm.
10. Þú virkilega skrollaðir tilbaka til að athuga hvort þar væri númer fimm.
11. Svo hlærðu af heimsku þinni.
12. Sendu þetta á vini þina, settu þetta á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri einhverstaðar EF þú félst fyrir þessu... 
Aha ekkert svona ég veit  þú féllst fyrir þessu.



Góða helgi:)=

Afrekum hefur aldrei

verið náð með því að

 aðhafast ekki neitt...

Gott að hafa í huga:) Njótið helgarinnar..


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband