Færsluflokkur: Bloggar
9.8.2008 | 20:40
Er eitthvað að frétta?
Það er nú bara alltaf það sama á þessum bæ. Helga Jóna flakkar á milli þessa dagana, pabbi hennar er ennþá í veikindarfríi svo að hún er búin að vera mikið með honum á meðan ég er í vinnunni
Við pössuðum Mikael Loga í gær á meðan Hafdís og Pálmi fóru á Clapton tónleikana ohhh það er svo gaman að passa þetta yndi. Hann er svo skemmtilegt barn. Svo í dag þá var haldið uppá eins árs afælið hans á ellefu ára brúðkaupsafmælisdegi þeirra hjóna, sem var bara gaman en hann hafði nú lítinn áhuga á að opna pakkana sína svo að Helga Jóna og Rósa María hjálpuðu honum aðeins við það
Á morgun er svo fimm ára afmæli hjá Ísabellu Eir þannig að það er nóg að gera á þessu heimili. Helga Jóna fer svo með Pabba sínum og Ástu í sumarbústað annaðkvöld og gistir í tvær nætur. Þannig að ég verð bara að dúlla mér og hef það gott.
Knús á ykkur og verið dugleg að kvitta:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.8.2008 | 10:03
Falleg orð:)
Öll reynsla er til þess fallin að
gera þig sterkari
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.8.2008 | 19:34
Vantar aðstoð...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.8.2008 | 10:41
Jahérna hér...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.7.2008 | 16:34
Snilld
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.7.2008 | 17:06
Ein spurning.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
22.7.2008 | 22:18
Góðann daginn
Þá er komin þriðjudagur og sumarfríið brátt á enda hehe þessi vika eftir. Ég elska vinnuna mína en það er svoooo gott að vera í sumarfríi. Við fórum í útilegu síðustu helgi með Rósu sys og Stebba. Við ætluðum að tjalda í þjórsárveri hjá Villingarholti en þar var allt fullt þannig að við fundum frábærlega gott tjaldsvæði við Laugarás. Helgin var æðisleg. Hafdís sys og Pálmi komu með Alexander og Mikael Loga á laugardeginum og fóru svo um kvöldið. það var svo heitt að ég brann á bakinu og öxlunum hmmmmmmmmm ekki gott. Helgin var yndæl í alla staði. Við tókum vagnin saman í rigningar úða á sunnudeginum og keyrðum hææææægggt heim heheh smá umferð Jæja ég vona að þið hafið það sem best og njótið dagsins í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.7.2008 | 16:56
Sumarfrí...
Við fjölskyldan fórum í útilegu síðustu helgi með vinafólki okkar og vinafólki þeirra. Við vorum á tjaldstæði við fossinn faxa ofsalega fallegt svæði. Það rigndi eiginlega alla helgina en þrátt fyrir það keyrðum við um og skoðuðum Gullfoss og Geysi og svo kíktum við í dýragarðinn í Laugarási. Helgin var mjög skemmtielg. Þessa viku er ég eiginlega bara búin að vera í kaffiboðum og bíltúrum. Við Rósa sys fórum í bíó í gærkvöldi sáum myndina mamma mía hún er svakalega skemmtileg Svo í dag þá er ég búin að vera versla skraut fyrir brúðkaupið mitt sem er sko bara að næsta leyti ekki nema hundrað og eitthvað dagar þangað til. Í kvöld er ég svo að fara í hvítvínshitting heheheeheheheh...
Hafið það sem best og njótið sólarinnar
Set inn myndir við fyrsta tækifæri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.7.2008 | 20:08
Þoka
Ég heyrði mjög skondna sögu í dag. Ég var eitthvað að hallmæla þokunni í dag þá sagði mér kona sem er mjög svo gaman að tala við því hún kann svo mikið af skemmtilegum sögum, að þokan væri prinsessa í álögum og hún losnaði ekki úr álögum fyrr en við hættum að hallmæla blessuðu þokunni. Þannig að blessuð prinsessan losnar ekki úr álögum eða hvað????
Hvað finnst ykkur um þessa sögu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.7.2008 | 14:03
Jahérnahér
Ekki bílabíó heldur bílabrúðkaup | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)