Færsluflokkur: Bloggar

Allt og ekkert.

Þá er svo komið að maður tímir ekki að fara í útileguUndecided Stórfjölskyldan er að fara í útilegu um næstu helgi og ég er ekki að tíma að fara með. Friðgeir verður reyndar að vinna þannig að það er hvort sem er ekkert gaman að fara án hans. Svo ætlum við í útilegu þegar ég er komin í sumarfrí þannig að maður tímir ekki að fara tvær helgar í röð. Helga Jóna fær að fara með múttu og kó. Svo ég ákvað í staðinn að bjóða samstarfsfólki mínu(sem ekki eru farinir í sumarfrí) í partý á föstudaginn í staðinn það er til allt fyrir svoleiðis partýstand þannig að ekki kostar það mikiðWoundering ( ein að afsaka sig)Shocking

Ég átti æðislegan afmælisdag. Fékk góðar gjafir, fullt af knúsi og fallegar kveðjur sem eru mér svo mikilsvirði:)

Í dag eru fjórir mánuðir í brúðkaupið okkar almáttugur hvað þetta líður hrattGasp Það er annars bara alltaf það sama að frétta.

Helga Hrönn vinkona mín er ólétt og á að eiga í desember ég er ekkert smá spennt og hlakka til að fylgjast með Aroni Inga stóra bró hann er svo spenntur og stoltur. Ef fer sem horfir fæ ég eina vinkonu mína sem mér þykir svo óskaplega vænt um nær mér en hún býr doldið langt í burtu og ég hef ekki alveg verið nógu tímin að heimsækja hana eða skuttlast til hennar þegar ég þarf á henni að haldaBlush En ég bíð spennt hver niðurstaða valkvíðans verður.  Svo eiga Gróa og Ingó að eiga í september þannig að það er nóg að gera á næstunni....

Elska ykkur öll og kvittunina ykkar.


28. Júní

Ég á afmæli í dag. Þegar ég á afmæli þá er ég prinsessaWizard

Ég bakaði handa stelpunum mínum í vinnunni í gær. Svo er smá afmæliskaffi í dagGrin Ég elska að eiga afmæliCoolWizardWhistling

Var vakin í morgun með afmælissöng og afmælispakkaW00t


Góður föstudagur að baki.

Þann 18. júní voru tólf ár frá því að Lilja amma mín dó. Að því tilefni fórum ég, mamma, Hafdís sys, Alexander Jóhann og Mikael Logi upp á Hvanneyri í gær að leiðinu hennar og afa. Það var svo yndislegt veður. Inga systir hennar mömmu hitti okkur þar uppfrá og áttum við góða stund saman. Við kíktum svo í bústaðinn hennar í kaffi. Bústaðurinn hennar er algjörlega geggjaður og þau hjónin eru búin að gera svo mikið í honum. Þegar við komum svo aftur í höfðuðborgina um átta í gærkvöldi var Pálmi búinn að grilla og bauð okkur í mat og var því skálað í hvítvíni í lok æðislegs dags. Friðgeir kom og borðaði með okkur og skuttlaði mér og múttu svo heim um miðnætti. Takk æðislega fyrir góðan dag.

Af spánarskvísunni minni er allt gott að frétta hún fer til Rósu og þeirra í dag og skilst mér á þeim að hún ætli að gista þar í þjár næturGrin Það er bara æðislegt fyrir hana.

Vona að helgin verði ykkur góð. Knús og kram á ykkur.


Hæhó

Til lukku með þjóðhátíðardaginnWizard

Lítið að frétta.

Þá er Helga Jónan mín úti á Spáni með pabba sínum og fjölskyldu hans. Hún hringdi í mig fyrsta daginn og kvartaði undan peningaleysiGrin  Hún er svo skondin.  Af okkur er voðalega lítið að frétta. Bara vinna og aftur vinna. Það styttist í að ég verði 33 ára Wizard hehe doldið há talaWhistling En allavega þá líður mér vel og það er það sem skiptir máli. Ég vona að þið njótið lífsins.

Knús og kram


Almáttugur minn.

Þegar ég var aupair útí Þýskalandi þá fór ég í eitthvað brjálað tívolí tæki. Mig minnir að þetta hafi verið bátur sem fór heilann hring og eitthvað svoleiðis. Allavega þá var ég laus í helv..... sætinu og kastaðist til og frá, ef það hefði ekki verið öryggisnet þá hefði ég nú bara splúndrast á götuna. Ég var svo sjúklega hrædd. Hef ekki farið í svona tæki síðan.
mbl.is Hryggbrotnaði í rússíbana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hmmmmm..

.. gamla mátann takk:)
mbl.is Gægjast gegnum föt farþega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitthvað sem allir eru opinir fyrir? Hmmmmm

 

1.   ERTU SKÍRÐ/UR Í HÖFUÐIÐ Á EINHVERJUM ?  Já Leifu ömmu minni Hún hét þessu fallega nafni Sigurbjörg Guðleif og var meira segja Guðjónsdóttir eins og ég:)

2. HVENÆR FÓRSTU SÍÐAST AÐ GRÁTA ? Á mánudaginn þegar ég rak hausinn í eitthvað drasl á tjaldvagninum hehe


3. FINNST ÞÉR ÞÚ SKRIFA VEL ? Jájá svona þokkalega, get skrifað ágætlega ef ég vanda mig doldið.


5. ÁTTU BÖRN ? EF JÁ HVE MÖRG ? Ég á eitt barn.

6. EF ÞÚ VÆRIR EINHVER ANNAR EN ÞÚ ERT,VÆRIRÐU VINUR ÞINN ?  Nei örugglega ekki.. Ég er ekki skemmtileg týpaPinch


7. NOTARÐU KALDHÆÐNI MIKIÐ ? Já frekarWink

8. FÆRIRÐU Í TEYGJUSTÖKK ?   Aldrei

9. HVAÐA MORGUNMATUR ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ? Kaffi

10. REIMARÐU FRÁ ÞEGAR ÞÚ FERÐ ÚR SKÓNUM ? nauts

11. TELURÐU ÞIG ANDLEGA STERKA ? Nei langt frá því.

12. HVERNIG ÍS ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ?  Hjartanlega sammála Ásdísi en ég fæ mér ekki kurl bara stundum luxusdýfu.

13. HVAÐ ER ÞAÐ FYRSTA SEM ÞÚ TEKUR EFTIR Í FARI FÓLKS ?  Brosið og húmorinn. Ekki mikið fyrir húmorslaust fólk.

14. RAUÐUR EÐA BLEIKUR VARALITUR ? BleikurKissing


15. HVAÐ MISLÍKAR ÞÉR MEST VIÐ SJÁLFAN ÞIG ? Flest alltBlush


16. HVAÐA MANNESKJU SAKNAR ÞÚ MEST ? Leifu ömmu minnar.


17. VILTU AÐ ALLIR SEM LESA ÞETTA SVARI ÞESSUM LISTA ? Audda mar

18. HVAÐA LIT AF BUXUM OG SKÓM ERTU Í NÚNA ? Er í náttbuxum og á táslunum:).

19. HVAÐ VAR ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÞÚ BORÐAÐIR ?  Nýbakaður kanilsnúðurGasp

20. Á HVAÐ ERTU AÐ HLUSTA NÚNA ?  Bestu vinkonu mína þessa stundina sem er ég sjálf að lesa upphátt hehee

21. EF ÞÚ VÆRIR LITUR, HVAÐA LITUR VÆRIR ÞÚ ? Bleikur

22. HVAÐA LYKT FINNST ÞÉR BEST ? Bensínlykt, dekkjarlykt og fiskilyktin úti á eyri


23. VIÐ HVERN TALAÐIRÐU SÍÐAST Í SÍMA ?  Hann Friðgeir minn sem er í vinnunni

 24. LÍKAR ÞÉR VEL VIÐ ÞÁ MANNESKJU SEM SENDI ÞÉR ÞESSAR SPURNINGAR ?Já ég elska hana:)

25. UPPÁHALDSÍÞRÓTT SEM ÞÚ HORFIR Á ?  Fimleikar

26. ÞINN HÁRALITUR ?  Músarbrúnn

27. AUGNLITUR ÞINN ?  Brún og græn

 28. NOTARÐU LINSLUR ?  Nei en hef prófað það. 

29. UPPÁHALDSMATUR ?  Læri sem Friðgeir marinerar, það er sjúklega gott.

30. HRYLLINGSMYND EÐA GÓÐUR ENDIR? Góður endir

32. KNÚS OG KOSSAR EÐA LENGRA Á FYRSTA DEITI ?  Koss


33. UPPÁHALDS EFTIRRÉTTUR ? Hmmmmmmmmmm engin einn

34. HVER ER LÍKLEGASTUR TIL AÐ SVARA ÞESSU OG BIRTA ? Það er spurning hvort einhver nenni þessu

35. HVER ER ÓLÍKLEGASTUR ?  Veit ekki

36. HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA ?  Morðingi án andlits, sænsk löggusaga

37. HVAÐA MYND ER Á MÚSAMOTTUNNI ÞINNI ?  Einhver mynd af tréi. Motta frá Landsbankanum.   Klassi.is


38. Á HVAÐ HORFÐIRÐU Í SJÓNVARPINU Í GÆR ?  Allavega ekki trúðinn á rás 1

 39. ROLLING STONES EÐA BÍTLARNIR ?  Hvorugt


 40. HVAÐ ER ÞAÐ LENGSTA SEM ÞÚ HEFUR FARIÐ FRÁ ÍSLANDI ? Mineappolis held ég bara.

41. HVERJIR ERU ÞÍNIR HELSTU EIGINLEIKAR ?  Einstaklega eiginleikalaus týpa


42. HVAR FÆDDISTU ? Á landspítalanum held ég.

43. SVÖR FRÁ HVERJUM ERTU SPENNTUST/SPENNTASTUR AÐ FÁ SJÁ ? Ég er forvitin um alla!

 


Hvað er húmor???

Mér persónulega finnst þessi auglýsing algjör snilldGrin  En það er bara mitt mat. HEheheeheheheh svo er hægt að ræða endalaust um hvað sé húmor og hvað ekki.
mbl.is Lengi tekist á við húmorsleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær dagur.

Helga Jóna var að sýna með hópnum sýnum á vorsýningu Gerplu í dag. Það var æðislega gaman og frábær sýning í alla staði. Það var svo gaman að sjá þessa hæfileikaríku krakka. Rósa sys kom í morugnkaffi með börnin sín og Sigurdís fékk að fljóta með (hún er frænka barnanna) svo fórum við öll samferða á sýninguna. Sunna sys kom og hitti okkur þar og ég veð að segja að ég var að rifna úr stolti þegar Helga Jóna kom á sviðið. Ég gat því miður ekki tekið myndir þar sem það var reykur í salnum og svo dimmt þannig að myndirnar urðu bara doppóttar.

Eftir sýninguna fórum við og keyptum okkur föt í búð sem heitir Belladonna. Flott búð fyrir velvaxnar konurWink Svo fórum við í Perluna og fengum okkur ís.

Mai 2008 023Mætt á svæðið og á leið í kisumálun.Mai 2008 039Að sýningu lokinni.

Mai 2008 045Hóp knús.Mai 2008 078Mæðgur í Perlunni.Mai 2008 047Sæt saman.

Ég vona að helgin ykkar verði góð. Og munið að dagurinn í dag er það sem skiptir máli, gærdagurinn er búinn og morgundagurinn er óskrifað blað.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband