Færsluflokkur: Bloggar
30.5.2008 | 22:04
Þrefalt húrra
Ég verð að hrósa sjálfboðaliðum sem hafa veitt fólki sem lennti í jarðskjálftanum í gær aðstoð. Sjálfboðaliðar vinna svo vanþakklátt og ómetanlegt starf.
Góða helgi:)
Hjálparstöðvar opnar í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.5.2008 | 09:58
Allt í gangi.
Komið að smá bloggi. Það er nóg að gera á heimilinu þessa daga sem og undanfarnar vikur. Helga Jóna er á fullu í prófum og stendur sig alveg rosalega vel. Svo er hún að fara sýna á fimleikasýningu á laugardaginn þannig að hún er búin að vera æfa fyrir það. Mundi er kom úr síðustu lyfjagjöf á föstudaginn og líður ágætlega og ég vona að hann fái ekki hita eftir hana eins og síðast. Þetta er mikið álag á alla og alveg svakalega erfitt fyrir hann. Friðgeir er búinn að vera vinna eins og ....... já nóg um það.
Í næstu viku ætlum við að vera í fríi og fara með tjaldvagninn í sólina og slappa af. Helga Jóna fer svo með pabba sínum til spánar 12.júní í tvær vikur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.5.2008 | 12:42
Til hamingju
Erum við sátt við fjórtánda sætið????? Jújú er það ekki. Er þetta bara pólitík þessi keppni?
Laufey til lukku með pottinn
Njótið góða veðursins í dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.5.2008 | 11:36
ÆÆÆÆÆÆÆÆÆ...
Regína fæddist í húsdýragarðinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.5.2008 | 21:21
Glæsilegt.
Þetta var ekkert smá flott hjá þeim Frikka og Regínu:) Þau eru svo sæt og gleðin skín úr augunum á þeim. Ég spá því að við lendum í 10. sæti. Best væri að lenda í 1. sæti en ef ég á að vera alveg raunsæ þá held ég að tíunda sé flottur staður:) Allt fyrir ofan það er plús.
Hverju spáið þið kæru blogg vinir.
Ísland áfram í Eurovision | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.5.2008 | 20:30
Kann ekki gott að meta.
Í gærkvöldi ætlaði ég að sanna fyrir Friðgeiri að ég væri gott eiginkonu efni, fór með honum, Ingólfi og Gróu á U2/3D almáttugur sko ég er ekki U2 fan og mér fannst þetta sko ekkert skemmtilegt. Ef þetta hefðu verið tónleikar með Ragga Bjarna eða Á móti sól hefði ég örugglega fílað mig í botn. En Friðgeiri og þeim fannst þetta góð mynd/tónleikar svo að það er víst fyrir mestu Ég kann greinilega ekki gott að meta ehheheeheheh.
Jæja ég segi bara tutu fyrir morgundaginn og vona að við komumst áfram
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.5.2008 | 14:57
Geggjað:)
Vel lukkuð veisla Eurobandsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.5.2008 | 18:35
Gaman gaman.
Ég fór á Jet black Joe tónleikana í Höllinni í gær. Það var geðveikt gaman. Fyrst kom upphitunar hljómsveit sem heitir Breath svo ótrúlega góð söngkona í þeirri hljómsveit þau tóku cover lög ótrúlega flott söngrödd þar á ferð. En svo kom Páll Rósinkrans ohhhhhhhhhhhhhhh eruð þið að djóka með kynþokkann, hann söng nokkur trúarlög sem var bara gæsahúð útí gegn. Hann er svo geggjaður söngvari. Svo skellti hann sér í leðurbuxurnar og jet black Joe meðlimir stigu á svið og gospelkórinn var með þeim líka. Mér til mikillar gleði þá voru þetta ekki standandi tónleikar þannig að ég sá á sviðið allann tímann En það var fólk þarna sem var nú ekkert að fíla að vera hlusta á JBJ sitjandi sem ég skil reyndar mjög vel. Það var rosalega gaman og svo hitti ég svo skemmtilegt fólk. Eyþór Ingi var þarna nokkrum sætaröðum fyrir framan mig og ég var að vona allann tímann að hann færi uppá svið og tæki eitt lag með Palla en svo var því miður ekki. Hann kunni sko greinilega öll lögin (slamm slamm) Takk Sunna mín fyrir æðislegt kvöld og takk fyrir að draga mig út er ekki beint duglegust að blanda geði við fólk þessa dagana.
Í dag fórum við Helga Jóna svo á opið hús í leikskólanum mínum (vinnunni minni) löbbuðum uppí hvamm og gróðursettum tré og svo var drukkið heitt súkkulaði þegar við komum til baka. Eftir það fórum við svo á fjölskyldudaginn hjá stöð tvö í húsdýragarðinum. Stoppuðum stutt það var mjöööög mikið af fólki. Svo erum við mæðgur að fara passa Mikael Loga í kvöld heima hjá Hafdísi sys.
Knús á alla og verið dugleg að kvitta og þú líka Sigurveig
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
16.5.2008 | 19:18
Voðalega.........
Svíi hélt konu sinni í kynlífsþrælkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.5.2008 | 18:15
Ég á ekki orð...
Þetta er nú bara eitthvað grín. Sko fólk sem er komið yfir 23ára getur nú alveg hagað sér ílla ef það er málið. Mér finnst þetta of langt gengið í að reyna hafa vit fyrir öðrum. En afhverju 23 ára en ekk i bara 30 ára eða 32 ára hehehheheheh. Þetta er bara bull.
Yngri en 23 ára bannað að tjalda nema í fylgd með fullorðnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)