Færsluflokkur: Bloggar
13.5.2008 | 19:14
Helgin liðin og vikan byrjuð með trukki.
Við fórum austur á Hellishóla á laugardaginn með tjaldvagninn í eftirdragi. Okkur lá svo á að komast í útilegu að við gleymdum að fylla gaskútana og gleymdum einnig mikilvægum kassa fyrir tjaldvagninn heheheheh heima hjá múttu og pabba en þar sem ég á svo úrræðagóðan mann þá reddaðist það. Ekki orð um það meir. Við vorum semsagt á Hellishólum tvær nætur. Öll aðstaða þarna er til fyrirmyndar og allt svo snyrtilegt. Það var reyndar fólk þarna með krossara og voru að hjóla inná svæðinu sem var frekar pirrandi þar sem það eru doldið mikil læti í svona tæki svo ekki sé nú talað um bensín lyktina. En við vorum rosalega heppin með veður. Það rigndi á næturnar og sól og blíða á daginn Mig langar bara að fara fljótlega aftur í svona afslöppun. Helga Jóna var bara ein með okkur og leiddist svolítið en var samt voða góð að dunda sér.
Vinnan byrjaði svo í dag með trukki, margt skemmtilegt frammundan. Knús og kossar
Unnur mín skoðaðu myndirnar þær eru sönnun
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.5.2008 | 11:33
Hvítasunna:)
Í gærkvöldi bauð ég systrum mínum í mat. Sunna yngsta systir mín komst reyndar ekki því hún var að vinna. En Hafdís og Rósa mættu í Sibbukot og fengu sér fylltan hrygg, kartöflugratín og allt sem því fylgdi. Hvítvín til að sötra með og bailys, kaffi og heita eplaköku með rjóma á eftir. Voða gott svo var hleigið og kjaftað til miðnættis hehhe. Hvað er betra en að eiga notalega stund með systrum sínum Ekki spillir að þær færðu mér svo ofsalega fallega gjöf og litla bók sem heitir Minnisbók handa yndislegri systur. Hún inniheldur fullt af fallegum orðum.
Í dag ætlum við að fara með tjaldvagnin útá land og skoða hvernig hann kemur undan vetri og gista allavega eina nótt Vona að sólarskvísan mæti á svæðið og heiðri okkur með nærveru sinni
Jæja ég vona að þið hafið það sem best.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.5.2008 | 22:15
Sumarið komið?
Jæja kæru vinir er sumarið komið? Já allavega rigningin sem er svo góð fyrir gróðurinn
Ég fór með Betu vinkonu á kaffihús í gær ohhh það var svo notó. Sunna (Betudóttir) fór með Helgu Jónu í kringluna á meðan og henni dóttir minni fannst það nú ekki leiðinlegt Við Beta vorum meðal annars að ræða brúðkaupið og allt sem því fylgir. Hún kom með hugmyndir af boðskortum sem ég svo verslaði í í dag og gerði prufu sem kom mjög vel út. Sunna systir samdi texta inní kortin og hann er æðislega fallegur. Mig langar að vera búin með kortin áður en ég fer í sumarfrí doldið bjartsýn. En það kemur í ljós.
Við Helga Jóna skelltum okkur svo í kaffi til Hafdísar systir eftir kvöldmat áðan og kíktum á Mikael Loga hann er farinn að labba með drengurinn.. og komin með sjö tennur
Hafið það sem best. Kossar og knús
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.5.2008 | 13:12
og.................
Lohan varð sér til minnkunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.5.2008 | 16:37
Skil ekki svona mannvonsku.
Barnslík fundust í frysti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.5.2008 | 16:30
Flottur
Fyrsti forsetabíllinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.5.2008 | 14:58
OJjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjj....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.5.2008 | 17:42
1. mai....
....og það eru sléttir 6 mánuðir í brúðkaupið okkar Friðgeirs
Í gær hitti ég hana Kötu mína sem ég er ekki búin að hitta svo lengi. Hún er svo mikil perla. Ég var að koma úr leikfimi (Curves) þá er hún bara nýbúin að opna snyrtistofu í sama húsi. Það var svo æðislegt að hitta hana. Þegar ég varð þrítug fyrir nokkrum árum dró Sigurveig vinkona mig með sér í gervineglur. Hún hafði séð auglýsingu inná barnalandi um stelpu sem setti gelneglur á konur heima hjá sér og Sigurveig pantaði tíma fyrir okkur. Heheheeheheheh ég var svo stressuð að fara í eitthvað ókunnugt hús að ég var alveg að farast. Ég var búin að ákveða að þessi kona væri brjálæðingur sem mundi loka okkur inni heheh ég er frekar hrædd við ókunnugt fólk Hahah en svo komum við á áfangastað og ég alveg með hjartað í buxunum og dingla á bjölluna....... Kemur ekki þessi fallega stelpa/kona til dyra kasólétt og brosmild, tók í hendina á mér og saðgist heita Kata. Ég var næstum farin að gráta ég var svo fegin að þetta væri ekki einhver klikkuð kelling sem Sigurveig væri að draga mig til Við vorum þarna í góðu yfirlæti og svo ofsalega fallegu húsi, þar sem ég er nú frekar forvitin þá fór ég að spurjast fyirr um húsgögnin og annað í stofunni því að þau voru alveg eins og mín. Þá sagði hún mér að hún og kærastinn hennar byggju þarna hjá foreldrum hennar á meðan þau væru að bíða eftir sínu húsnæði. Svo kom mamma hennar inní stofu og þá var það klínikdaman hjá tannsanum mínum sem ég var búin að vera hjá í mörg mörg ár Sigurveig gerði mikið grín af mér lengi lengi á eftir hvað ég hafi verið hrædd við að fara. Svo hitti ég Kötu mína nokkrum sinnum eftir þetta áður en ég gafst upp á að hafa skvísuneglur sem ég gerði ekki annað en að brjóta. Þá hitti ég Kötu ekki í marga marga mánuði fyrr en í gær og þá rifjaðist þessi saga upp fyrir mér.
Við Helga Jóna skelltum okkur í Kringluna og keyptum okkur föt í gær. Ég keypti mér gallapils í Evans og Helga Jóna valdi sér buxur og bol í Next. Svo ætluðum við að fara í dag og sækja tjaldvagninn austur þar sem hann er í geymslu. En Helga Jóna vaknaði í morgun með gubbupest og er búin að gubba í allan dag Þannig að Friðgeir plataði Ingólf bróður sinn með sér að sækja vagninn. Ég læt inn mynd af veikindaruglunni á heimilinu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.4.2008 | 18:24
Þetta er nú.........
Sýnir enga iðrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.4.2008 | 16:33
Helgi og timburmenn
Komið þið sæl og blessuð. Þá er helgin búin og hún var bara þokkalega góð... Óvissuferðin var á laugardaginn það var geðveikt gaman. Byrjuðum á því að hittast uppí vinnu þar var okkur boðið uppá jarðarber og freyðivín úti í góða veðrinu Svo kom rúta og sótti okkur og keyrði okkur í Kramhúsið þar sem við fengum kennslu í magadansi Mér fannst þetta reyndar ekki eins gaman og öllum hinum því að ég var ömurlegusteheheheheheheh svo var farið heim til einnar þar sem við fengum snittur, hvítvín og rauðvín og sungum singstar og auðvitað brilleruðum við Unnur eða það fannst okkur allavega.. Það komu þrjár stelpur til að farða okkur skvísurnar allar, Svo var haldið af stað austur á Stokkseyri á staðinn við Fjöruborðið.. mjög góður matur nammi namm. Þetta var bara allt æðislega skemmtilegt ehhehe. skál. Ásdís, Heiða, Carmen og Halla þið eruð snillingar
Sunnudagurinn var voðalega mikið bara höfuðverkur
Ég er ekki frá því að timburmennirnir séu ennþá í hausnum á mér:)
Vona að þið hafið það sem best.
Knús og kram, Sibba
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)