Færsluflokkur: Bloggar
25.4.2008 | 20:47
Smá íhugun.
Ég er búin að vera hugsa eitthvað svo mikið uppá síðkastið. Mig langar svo til að vita hvað gerir vinkonu að vinkonu eða vin að vini. Hvenar hættir einhver að vera kunningja kona og verður vinkona? Eins og til dæmis þegar maður kynnist einhverri persónu, á hvaða stigi er hún orðin vinkona? Hvað gerir mig að góðri vinkonu og hvað get ég gert til að vera betri vinkona?
Endilega segið mér hvað ykkur finnst
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
23.4.2008 | 15:36
Síðasti vetrardagur.
Góðann daginn. Þetta var nú meiri dagurinn. Mætti klukkan hálf fimm í vinnuna í morgun til baka brauð fyrir styrktarsölu ég bakaði 62 brauð og þau seldust öll ég var frekar kát með árangurinn. Ágóðinn fer í óvissuferðina á laugardaginn og ég hlakka alveg rosalega til..... Mjög duló vísbendingar sem við erum búnar að fá.
Ég fór á bókasafnið í gær og tók mér hljóðsnældur. þannig að ég hlustaði á Kristinhald undir jökli (Halldór Laxnes) við brauðbaksturinn ohhhhhhhh svo æðislega notalegt. Ég held að stelpurnar í vinnunni haldi að ég sé endanlega að missa mig...
Ég vona að síðasti vetrardagur verði ykkur góður og að sumarið komi með pompi og prakt
GLEÐILEGT SUMAR
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.4.2008 | 16:15
Smá pæling.
Eftir þessi orð Gísla Marteins þá bara er ég svo hneiksluð að ég get ekki alveg hætt að pæla í þessu. Sko ég er feit en mér finnst ég nú ekkert sérstaklega ljót frekar en að allar mjóar stelpu séu fallegar....Mér finnst reyndar ekkert fólk ljótt, fólk er bara misjafnt eins go það er margt. Hvernig getur maður í þessari stöðu sagt svona. Ég hef alltaf haldið svo mikið uppá þennann mann og fundist hann skemmtilegur bæði í sjónvarpi og borgarstjórn. En nú bara er allt álit á honum farið...
Endilega látið mig vita hvað ykkur finnst...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.4.2008 | 21:45
Satt eða logið:) Getur maður sagt svona hluti?
Þá á GMB að hafa sagt - þótt akfeit kona sé sett á háa hæla... er hún samt sem áður ljót!!!!
Mér finnst ég svo sæt á háum hælum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.4.2008 | 21:21
Loksins
Loksins erum við að fara parketleggja herbergið hennar Helgu Jónu. Við erum búin að búa hérna í þrjú ár og loksins kemur röðin að herbergjunum. Við tókum eldhúsið og ganginn í gegn fyrir jól og nú er það prinsessan. Svo tökum við herbergið okkar og auka herbergið seinna á árinu.
Ég fór í vinnuna í dag eftir margra daga veikindi. Það var voða notó að hitta fólkið mitt aftur Ég fékk alveg knús og allt Skellti mér svo í ræktina eftir vinnu og svo að útrétta fyrir leikskólann. Kom svo heim og fór að taka útúr herberginu hennar Helgu Jónu svo að strákarnir gætu byrjað að leggja parketið. Ingólfur bróðir hans Friðgeirs er semsagt að hjálpa honum Ætlaði að láta mynd inn svo þið gætuð séð vibbann sem var á gólfinu... En það var ekki hægt. Ég prófa aftur á morgun...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.4.2008 | 11:19
Ný vika
Þá er komið að nýrri viku. Á morgun fer ég loksins í vinnuna Er komin með nett ógeð af inniveru. Mig langar nú svolítið til að fara hitta fólk heheheheh drekka góðan kaffibolla með góðri vinkonu eða vini En eigum við eitthvað að ræða dagskrá sjónvarpsstöðvanna á laugardagskvöldi Þetta er bara grín. Það var ekkert varið í dagskrá stöðvanna í gærkvöldi frekar fúlt.
Njótið lífsins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.4.2008 | 21:55
Veikinda dagar..
Ég er nú alveg örugglega ekki vinsælasta manneskja í vinnu þessa dagana. Helga Jóna fékk flensu miðvikudaginn í síðustu viku og ég var heima hjá henni fimmtud og föstud. Hún fór í skólann á mánudaginn en þá var ég eitthvað slöpp svo ég ákvað að vera heima en fór í vinnu á þriðjud sem ég hefði betur sleppt því ég fór heim úr vinnunni með 39 stiga hita. Ekki gáfulegt en jæja svo er ég búin að rokka frá 39 uppí 40 og geðveika hálsbólgu. Í dag er ég búin að vera heima í viku ef við tökum þriðjudaginn ekki með. Ég er með þvílíkan móral En ég get víst lítið gert.
Friðgeir er líka búinn að vera veikur þannig að það er allt í lamasessi á heimilinu. Sem betur fer fer Helga Jóna til pabba síns um helgina svo að ég fái að jafna mig í ró og næði. Ekki að það fari mikið fyrir henni, það er bara öðruvísi að þurfa ekki að hugsa um neinn nema sjálfan sig.
Mamma og pabbi kíktu aðeins í gærkvöldi sem var mjög gott það er ótrúlegt hvað ég verð mömmu sjúk þegar ég verð veik Það var æði að fá smá mömmu og pabba knús.
En jæja vona að þið hafið það sem best.
Love and kyssis
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.4.2008 | 19:11
Helga Jóna strumpur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.4.2008 | 10:00
Sunnudagur til sælu:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.4.2008 | 09:42
Drekkið átta glös af vatni á dag:)
Óþarfi að drekka átta vatnsglös á dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)