Færsluflokkur: Bloggar
4.4.2008 | 10:36
Jeppamenn og konur.
Húrrrrrrra húrrrrrrrrrrra húrrrrrrrrrrrra. Þetta eru vinnubrögð að mínu skapi. Hvenar er komið nóg af háu verði? Ekki bara bensín og olía heldur líka matvörur og fleira. Það er spurning hvað er hægt að gera til að mótmæla of háu matarverði???
Þrefalt húrra til ykkar sem eruð að mótmæla óréttlætinu.
Jeppamenn fara hvergi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
3.4.2008 | 09:18
Veikindaruglan mín.
Þá er snúllan mín löggst í bælið. Hún var með tæplega fjörtíu stiga hita í morgun Ég held að hún hafi aldrei fengið svona háan hita. Ég er semsagt heima með henni og ætla að vera á morgun líka þannig að brauðbaksturinn frestast um viku. Vona að þið hafið það sem best..
Kveðja úr Selinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.4.2008 | 16:31
Áskorun frá Ásdísi:)
Þá ætla ég að prófa að blogga hér Ásdís segir að þetta sé besti bloggstaðurinn. Mér finnst eins og allir séu að hrinja í veikindi, Helga Jóna er að kvarta um í hálsinum og eyrunum. Ég vona bara að hún sé ekki að verða veik. Á föstudaginn verður gaman hjá mér. ÉG ætla að baka múslíbrauð og tómatbrauð og selja Mér finnst þetta svo gaman, vona að það gangi vel.
Friðgeir fór um daginn og afpantaði bílinn sem hann var búinn að panta hann var nú ekkert sáttur en það var annaðhvort að hætta við brúðkaupið eða bílinn
Við systurnar fórum um daginn á Amokka fengum okkur kaffi og skoða salinn í leiðinni Hann er svo flottur og við gerum hann sko ennþá flottari. Mig vantar stóra (háa) kertastjaka ef einhver vill lána mér eða veit um einhverja til leigu.
Endilega segið ykkar skoðun á þessum bloggstað.
Kv Sibba
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)